Tilraun gerð til að ganga upp á hæð

Ekki þýðir að sitja heima í aðgerðarleysi þegar maður á fríhelgi.  Í dag skaust ég yfir á Háey í þeim tilgangi að ganga upp á hæstu hæð Orkneyja Wardhill (Varðhæð) og horfa yfir borg og bæ og líta niður á Orkneyinga.   Til þess að komast til Háeyjar þarf fyrirfram að panta far með ferju og því verður að fylgjast með og treysta veðurspá og þar sem búið var að spá björtu og góðu veðri  þannig að ég reiknaði með góðu útsýni.  Þegar ég leit út í morgun var hins vega alskýjað en vonir stóðu til að það myndi birta þegar færi að líða á daginn.  Varðhæð er ekki nema 479 m há og einn  af þeim stöðum sem góður er til uppgöngu er gegnt hinum svokallaða Dvergasteini sem ég skoðaði síðastliðið sumar.  

Á bílastæðinu, gegnt Dvergasteini, þar sem ég lagði bílnum var stúlka með öflugan kíki, (svokallað skóp) og var að fylgjast með haferni sem var í klettunum fyrir ofan Dvergastein. Ég fékk auðvitað að kíkja hjá henni.  Hún sagði mér að hún hefði komið þangað um hverja helgi síðan í mars til þess að horfa á hafernina.  Það er meira en áhugi, sennilega frekar fíkn eða þráhyggja.  Í ofanálag voru vantaði nokkrar tennur og hún var all nokkuð skeggjuð,  hún hefur örugglega ekki rakað sig frá því að hún fór að fylgjast með haförnunum, og greinilega frá Orkneyjum en ég hef hvergi séð eins karlmannlegar konur og hér og oft er erfitt að greina á milli hvort einstaklingur er karl eða kona.

Efsti hluti hæðarinnar var hulinn í skýjum en ég lét það ekki á mig fá og lagði af stað í þeirri von að það myndi birta til.  Gróður á óræktuðu landi á Orkneyjum samanstendur fyrst og fremst af  einni jurt, svokölluðu Roðalyngi (Erica cinerea).  Þegar upp fyrir 400 m var komið varð ekki hærra komist þar sem þokan lá ennþá efst yfir hæðinni.  Ég lagðist því niður og beið í um hálftíma og fylgdist með skúmapari sveima áhyggjufullt yfir þessum óboðna gesti.  Að lokum gafst ég upp á því að bíða og fór aftur niður.  Ég vissi að í stríðsminjasafninu í Lyness var lítill veitingastaður og ég var að verða svangur.  Þar voru við störf eldri kona (held ég) sem leit út fyrir að hafa reynt að setja á sig varalit í öflugum jarðskjálfta, með skítuga svuntu og hárband og enn eldri hvíhærður skjálfhentur maður.  Ég pantaði mér grænmetissúpu, kaffi og gulrótarköku hjá þeim og fékk kalda súpu, lapþunnt gegnsætt kaffi og ágæta gulrótarköku.  Eftir að hafa skolað þessu niður skoðaði ég mig um í næsta nágrenni á meðan ég beið eftir ferjunni og þegar ég svo keyrði upp úr ferjunni þegar hún var komin aftur til meginlandsins sá ég að Varðhæð baðaði sig í sólinni.  Mér er sama, þrátt fyrir allt var þetta ágætur dagur.

skúmur (Large)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 66114

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband