Rokk og vísindi

Nú standa yfir tvenns konar hátíđir hér á Orkneyjum, annarsvegar rokkhátíđ og hins vegar vísindahátíđ.  Rokkhátíđin fór fram á börum og skemmtistöđum hér í Kirkjuvogi og hljómsveitir frá Orkneyjum og Hjaltlandseyjum.  Ég fór ađ sjá tvö af ţessum böndum og ţau voru alveg fín en ekkert meira en ţađ.  Kannski hef ég misst af bestu hljómsveitunum.

Vísindahátíđin stendur yfir í viku og ýmislegt forvitnilegt er í bođi víđa um eyjarnar. Eitt af ţví var véla og farartćkjasýning í miđbć Kirkjuvogs.   Ţar voru stoltir, fornbílaeigendur ađ sýna fornbíla, stoltir vélhjólaeigendur ađ sýna vélhjól, stoltir dráttarvélaeigendur ađ sýna gamlar dráttarvélar og svo voru ţađ ljósavélaeigendurnir sem hlupu sveittir í kringum gamlar ljósavélar, međ smurkönnur, vatnsbrúsa og skiptilykla til ţess ađ reyna ađ koma ţeim í gang og halda ţeim gangandi.  Fyrir ţá sem eru áhugasamir um slíka hluti var vel hćgt ađ gleyma sér í nokkra klukkutíma viđ skođun á ţessum tćkjum og ekki síđur sérvitringunum sem vćntanlega voru eigendur.   

gömul vél (Large)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Petter 1,5 Hö 1900 árgerđ snúiđ í gang, eldsneyti Paraffin.

Í gćr var líka einn af dagskrárliđum vísindahátíđarinnar fyrirlestur um norđurljós sem ég fór á, en fyrirlesari var Dr Melanie Windridge plasmaeđlisfrćđingur.  Ég reiknađi međ ađ Dr Melanie vćri kona, komin vel yfir miđjan aldur, međ úfiđ hár og utan viđ sig, búin ađ týna gleraugunum og vćri í vandrćđum međ ađ tengja skjávarpann viđ fartölvuna.  Ljósin í salnum dofnuđu og inn á sviđiđ gekk ljóska um ţrítugt, í ţröngum gallabuxum og bol, alls ekki sú stađalímynd sem mađur hefur af eđlisfrćđingum, sérstaklega plasmaeđlisfrćđingum.  Fyrirlesturinn var mjög áhugaverđur ţar sem eđli norđurljósa var útskýrt og ég varđ margs vísari um hvernig norđurljósin verđa til, af hverju ţau eru oft grćn á litinn og margt fleira. Eiginlega eru norđurljósin orđin uppáhalds náttúrufyrirbćriđ mitt og ég hlakka virkilega til ţess ađ koma heim í vetur og heilsa upp á ţau aftur.

Hér á Orkneyjum hef ég ekki séđ norđurljós en stundum er víst hćgt ađ sjá ţau hér og nyrst í Skotlandi, ég get samt ekki ímyndađ mér ađ ţau séu nćrri ţví jafn tilkomumikil hér sunnan viđ 60. breiddargráđu eins og ţau eru ţegar mađur er kominn norđur fyrir, tja eigum viđ ađ segja 64. breiddargráđu.

Í dag fór ég á annan fyrirlestur og hann fjallađi um, ađ ţví er margir telja eina af merkilegustu uppgötvun vísindanna, eđa kannski frekar vísindaafrek, síđustu eitt hundrađ ára, ađdráttaraflsbylgjur.  Fyrirlesturinn var haldinn af  Martin Hendry, prófessor viđ háskólann í Glasgow og einn af ţeim sem vinna viđ og standa ađ LIGO sem er rannsóknarhópurinn sem uppgötvađi ađdráttaraflsbylgjurnar.  Ţađ er gríđarlega flókiđ ađ mćla ţessar bylgjur sem verđa til ţegar tvö svarthol renna saman og standa yfir í 0,2 sekúndur í milljóna ljósára fjarlćgđ en hópnum hefur tekist ţetta.  Ţađ var gaman ađ fá beint í ćđ ţađ nýjasta og merkilegasta sem er ađ gerast í vísindaheiminum, frá manni sem stendur í eldlínunni ţó ađ ekki hafi allir í salnum veriđ fullir áhuga en héđan og ţađan mátti heyra hrotur.  Ég gekk hins vegar sáttur út og langađi eiginlega mest ađ fara á fleiri vísindafyrirlestra en mér finnst svona vísindahátíđ algjör snilld.  Skyldi vera eitthvađ sambćrilegt á Íslandi?  Ég veit ţađ ekki.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Júlí 2018
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • 20160922 120421 (Large)
 • gömul vél (Large)
 • DSC_0042 (Large)
 • DSC_0014 (Large)
 • DSC_0010 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (20.7.): 0
 • Sl. sólarhring:
 • Sl. viku: 2
 • Frá upphafi: 0

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 2
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband