Lightspeed Champion

Ekki hef ég rekist á margar áhugaverðar plötur í febrúar.  Þó er ein þess virði að minnast á, það er platan Life is sweet! nice to meet you, með Lightspeed Champion.  Lightspeed Chmapion er ekki hljómsveit heldur tónlistarmaður sem heitir réttu nafni Devonté Hynes.  Hann er svalur gaur sem minnir um margt á Gnarls Barkley og Animal Collective en hefur líka einhvern Motown hljóm í farteskinu.  Þessari nýju plötu er skipt upp í fjóra parta, svipað og tvöföldu vínil albúmin voru í den, með tveimur stuttum instrumental pörtum og gæti allt eins verið sándtrakk í kvikmynd.  Umslagið er líka eftirtektarvert en það minnir á gamaldags blúsplötuumslag.

Lightspeed champion

Bestu lögin eru Marlene, I don´t want to wake up alone og smooth day (at the library).

Platan er þess virði að hlusta á hana og það kæmi mér ekki á óvart þó að það ætti eftir að heyrast meira í Lightspeed Champion á öldum ljósvakans á næstunni.

Hér er svo eitt sýnishorn af plötunni:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 66150

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband