Heyskap að ljúka

Ég er hræddur um að ég hafi vinninginn hér í bæ þegar kemur að því að finna út hvar grænustu fingurnir eru en fáar lóðir í bænum hafa verið jafn gróðursælar í sumar og sú sem húsið mitt stendur á.  Grasið var orðið það hátt að maður var á nálum ef Brynja fór út að leika sér að hún myndi týnast.  Nú eru þær áhyggjur á bak og burt þar sem ég tók mig til og sló túnið, bæði fremra og aftara stykkið, í einum rykk.  Geri aðrir betur.  Ég held samt að risafuran sem ég gróðursetti í fyrra hafi kafnað í grasinu, allavega finn ég hana ekki.  Já og nú er slæmt að vera ekki með kúabú, slíkt var heymagnið.  Nú sit ég við gluggann og
finn ilminn af nýsleginni töðunni berast inn um gluggann.  Nú er bara eftir að hirða og svo er að bíða eftir töðugjöldunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 66215

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband