Bíll og sjónvarpsbras

Nú er ég búinn að vera í næstum fjórar vikur hér í Kirkjuvogi og enn sem komið er kann ég ágætlega við mig hér.  Það er frábært að vera kominn í vinnu hjá fyrirtæki sem kann fiskeldi og stendur vel að öllu.  Ég er búinn að sjá ýmislegt nýtt og framundan eru hin ýmsu námskeið og ferðalög þannig að ég á eftir að sjá og læra ýmislegt nýtt á næstu vikum.  Þrátt fyrir frostleysi hér um slóðir er oft bölvaður hrollur í manni en vegna raka í loftinu er eins og kuldinn smjúgi í gegnum öll föt og alveg inn að beini.  Vatnskalt eins og Norðmenn myndu kalla það. 

Í gær fékk ég afhendan bíl sem ég fæ til afnota, Toyotu Hilux árgerð 2015.  Ég var búinn að vera á Landrover Discovery 3 árgerð 2007 sem mér líkaði ágætlega við en ég kvarta ekki undan Toyotunni.  Hún er reyndar beinskipt og ég þarf smá tíma til að venjast því að skipta um gír með vinstri þar sem allt snýr öfugt.

bíll (Medium)

 

 

 

 

 

 

Í gær fór ég yfir á Hrólfsey (Rousay) til þess að skoða aðstæður fyrir seiðastöð sem hugmyndir eru uppi um að standsetja þar en þá yrði stutt og þægilegt að flytja seiði yfir í stöðina okkar en eins og staðan er núna koma þau frá vesturströnd Skotlands.

Þó að ég hafi fengið internet í vikunni þá fylgdi ekki sjónvarpsáskrift með internet áskriftinni.  Ég fékk hinsvegar lánað SKY box hjá Richard yfirmanni mínum en hér er gervihnattadiskur sem ég var að vonast til að myndi virka með því að tengja SKY boxið milli disks og sjónvarps.  Til þess að það væri mögulegt þurfti ég að útvega mér Scart snúru.  Hún fékkst ekki í Tesco eða LIDL þannig að HIS (Orkneyska Húsasmiðjan) var næst í röðinni og nú hef ég komist að því að þar er lokað klukkan 17:00 en þegar ég renndi inn á bílastæðið sýndi klukkan 17:01.  Nú veit ég líka að flestum búðum hér er lokað klukkan 17:00, ekki þó Tesco, LIDL og CO-OP.  CO-OP var því síðasta hálmstráið þennan dag og því vatt ég mér þar inn spurði ég ungan bólugrafinn og renglulegan starfsmann hvort þeir ættu Scart snúru.  "Er það áfengi?" var svarið.  Ég verð að viðurkenna að þessi viðbrögð komu flatt upp á mig og mín fyrsta hugsun var "Nei en ég þyrfti sennilega helst á áfengi að halda eftir þessar hremmingar".  Daginn eftir útvegaði ég mér Scart snúru fyrir klukkan 17:00, fór með hana heim, tengdi allt og Voila.... Ekkert gerðist.  Næsta skref var því að príla upp á þak, ekki til að leita að gervihnöttum, heldur til þess að ganga úr skugga um að gervihnattadiskurinn væri í lagi og þar var allt í góðu.  Nú grunar mig að ég þurfi að hafa fjarstýringu til að stjórna SKY boxinu og þess vegna stefnir allt í það að þetta sjónvarpsævintýri fari í sama farveg og í Sódómu Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 66219

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband