Kirkjuvogur

Sumir gætu ef til vill haldið, miðað við þær myndir sem ég hef verið að birta héðan frá Orkneyjum, að ég sé sestur að í einhverjum útnára fjarri allri siðmenningu og lífsþægindum.  En nei, því er nú alls ekki þannig farið.  Hér á þessum suðrænu eyjum (allavega suðrænni en föðurlandið fríða) er allt til alls.  Hér í Kirkjuvogi búa 8600 manns og hér eru þrjár stórar verslunarkeðjur með matvöruverslanir, þ.e. Tesco sem er ein stærsta matvörukeðja Bretlandseyja, LIDL sem er þýsk matvörukeðja sem hefur verið að dreifa úr sér um Breska konungveldið og veitir breskum matvörukeðjum harða samkeppni.  Hér er líka COOP verslun og slatti af kaupmönnum á hornum. Ég geri flest öll mín innkaup í Tesco, þar er meira úrval en annarsstaðar og allt einhvern veginn þægilegra en sennilegra er LIDL eitthvað aðeins ódýrara.  Annars er matvöruverðið hagstætt, allavega nokkuð lægra en á Íslandi.

Tesco

 

 

 

 

 

 

 

Svo er hér verslunargata með takmarkaðri bílaumferð:

göngugata

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er líka Miðstöð norrænna fræða en þar blasir íslenski fáninn við:

miðstöð NF

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Höfnin er nokkuð stór og þar eru allskonar bátar, ferjur, fiskibátar og hinir ýmsir þjónustubátar.  Þetta er hluti af höfninni þar sem smærri bátar lúra:

Kirkwallhöfn

 

 

 

 

 

 

 

Eitt helsta kennileiti Kirkjuvogs er dómkirkja heilags Magnúsar sem stendur í miðbænum.  Bygging hennar hófst árið 1137 og tók um 300 ár.  Hún er skírð í höfuðið á Magnúsi sem Noregskonungur skipaði jarl hér á Orkneyjum ásamt Hákoni jarli.  Magnús var friðsamur en Hákon var vondi karlinn og til að gera langa sögu stutta ákváðu Magnús og Hákon að gera með sér friðarsamkomulag en Hákon sveik það loforð og lét einn af sínum mönnum drepa Magnús.  Það sem er kannski athyglisvert við það er að sá sem drap Magnús hét Lífólfur.  Skyldi það eitthvað tengjast Lífólfsskeri sem liggur í minni Berufjarðar?

St Magnus

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira er í boði hér við voginn Orkneyska.  Til að mynda er hér starfrækt einskonar félagsheimili sem er opið alla daga vikunnar.  Þar má til dæmis finna sundlaug, íþróttasali, þreksal, kvikmyndahús, veggtennis, kaffihús og þar í bakgarðinum eru knattspyrnuvöllur, rugbyvöllur og tjaldstæði.  Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þar.  Hér eru líka nokkrir skólar og meira að segja háskóli, bókasafn, sjúkrahús, flugvöllur, veitingastaðir já bara hreinlega allt sem maður þarf og rúmlega það svei mér þá.  Já og alls ekki má gleyma því að hér eru pöbbar og hér er bruggað Whiskey sem kallast Highland Park.  Þó að Kirkjuvogur sé nokkurþúsundmannabær eru hér engir glæpir, hér eru allir vingjarnlegir  og hjálpsamir og það væri örugglega óhætt að skilja bílinn eftir ólæstan sem og húsið og enginn myndi hreyfa við neinu.

Það sem ég finn helst fyrir að er síðra hér á Orkneyjum er að netsamband er lakara en á Íslandi.  Það er t.d. hvergi hægt að stóla á netsamband á símum nema þar sem hægt er að tengjast WiFi kerfi.  Ég er ekki enn kominn með netsamband í húsinu sem ég bý í og hef þurft að fara t.d. á bókasafnið (þar sem ég sit og skrifa þetta) eða í vinnuna til að komast á netið en nú hef ég gert samning við fyrirtæki að nafni SKY um að setja upp fyrir mig netsamband heima.  Öllu heldur hef ég gengist undir þá skilmála sem SKY setur gegn því að setja upp netið hjá mér.  Mér skilst að ég verði orðinn nettengdur fyrstu vikuna í febrúar.  Í næstu viku fæ ég líka afhent hitt og þetta sem ég sendi að heiman áður en ég lagði upp í þetta ævintýri.  Þar é meðal er rúm en ég er farinn að kunna svo vel við aða sofa í bláa sófanum að ég er ekki viss um að ég vilji skipta.  Sjáum til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 66220

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband