16.1.2010 | 12:10
Plötur ársins
Arctic Monkeys - Humbug: Það er bara eitthvað við Arctic monkeys sem er svo heillandi.
Muse - The resistance: Matt Bellamy er einfaldlega snillingur og þessi plata gefur fyrri Muse plötum ekkert eftir en þær hafa allar verið í miklu uppáhaldi hjá mér auk þess sem þremenningarnir í Muse eru sennilega orðin stærsta hljómsveit í heimi um þessar mundir.
Miniature tigers - Tell it to the volcano: Sú plata sem var í mestu uppáhaldi hjá mér á árinu og ég myndi setja hana númer eitt á þennan lista. Hér fyrir neðan er eitt jútjúb sýnishorn.
Eels - Hombre lobo: E er snillingur, einfaldlega frábær plata.
Dead weather - Horehound: Ég hef ekki hlustað oft á hana en Jack White og félagar ná algjörlega til mín á þessari plötu.
Wilco - Wilco (the album): Það er mikið búið að hlusta á þessa í sumar en hún var kjörin besta plata ársins á Rás 2.
Lady Gaga - The fame monster: Það er ekki hægt að neita því að Lady Gaga er ein mesta poppstjarnan í dag og það er að stórum hluta þessari plötu að þakka.
Green day - 21st century breakdown: Ekkert bull, einfalt rokk og ról, einhvern tímann hefði þetta flokkast sem pönk en það er ákveðinn samhljómur með Green day og t.d. The Clash.
U2 - No line on the horizon: Mér finnst þessi nú bara með þeim betri frá U2 en það eru ekki allir sammála því, og ég viðurkenni að Unforgettable fire, Rattle and Hum og Achtung baby voru betri. Lenti í þriðja sæti í Rásar2 kosningunni.
Phoenix - Wolfgang Amadeus Phoenix: Ég hlustaði mikið á þessa í sumar. Fínasta popp.
Þessir komu líka sterklega til greina en rétt misstu af þeim heiðri að fá að komast inn á listann: Richard Hawley, The Ettes, El Perro del mar, Pastels/Tenniscoats, Týr, Madness, Weezer, Grizzly bear, St Vincent, Pearl Jam, Girls, Yeah yeah yeahs, Bat for lashes, Florence and the machine.
Í kosningu Rásar 2 um bestu íslensku plötu ársins 2009 var platan Hjálmar IV og ég get tekið undir það en það sem kom mér mest á óvart í þeirri kosningu var að plata Emiliönu Torrini, Me and Armini komst ekki inn á topp 20. Annars hef ég ekki hlustað nægilega mikið á íslenska tónlist undanfarna mánuði og úr því þarf að bæta. Það eru t.d. nokkrar plötur á Rásar2 listanum sem vekja áhuga minn t.d. með Múm og Árstíðum.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Me and Armini kom út árið 2008
Ólafur Björnsson, 18.1.2010 kl. 13:02
Jú jú ég uppgötvaði það þegar ég gluggaði í 100 bestu hljómplöturnar daginn eftir að ég skreif þetta.
S Kristján Ingimarsson, 18.1.2010 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.