30.1.2010 | 17:13
Hlaup
Sumir reyna reyndar að halda því fram að skokk sé eitthvað nördalegt en hvaða íþrótt er það ekki? Ég man ekki eftir neinni. Hins vegar getur það litið nokkuð einmanalega út að hlaupa einn dag eftir dag. Það hefur allavega blessaðri sauðkindinni fundist sem fór að elta mig um daginn. Hún tók sig út úr kindahóp og elti mig í svona hálfan kílómetra. Mér leið hálf asnalega, sem betur fer sá enginn til mín með kindina á hælunum. Sennilega hefur hún verið einmana líka og litið á mig sem álitlegan félagsskap.
Í dag þurfti ég samt ekki að hlaupa einn en ég var plataður upp í Egilsstaði til að taka þátt í 10 km hlaupi. Það var góð tilbreyting að hlaupa innan um fólk en um 20 manns tóku þátt og ég var einhversstaðar í miðjunni á heldur betri tíma en ég hafði þorað að vonast eftir og var bara nokkuð sáttur við það. Að loknu hlaupi fór svo stór hluti hlauparanna í pottinn til að slaka á eftir átökin. Ætli maður verði ekki að vera duglegur að hlaupa meira næstu vikurnar en það verður aftur hlaupið á Egilsstöðum eftir mánuð og þá er ekki hægt annað en að reyna að bæta tímann. Fyrst er það nú samt Þorrablót.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.