Hlaup

Ég geri mér það stundum til gamans að reima á mig hlaupaskó og hlaupa í 30 - 60  mínútur en ég tók upp á þessari áráttu fyrir nokkrum árum síðan.  Já ég sagði til gamans.  Áður en ég tók upp á þessum hlaupum leit ég á svona hlaup sem hreina kvöl, enda eru minningar mínar frá undirbúningstímabilum fótboltans tengdar langhlaupum í hríðarbil en fyrir mér var það eitthvað sem fótbolti átti alls ekki að snúast um.  Nú hef ég gaman að því að hlaupa en kannski hefur maður bara útvíkkað hugtakið "gaman".  Yfirleitt er gaman tengt við Verslunarmannahelgi (eh já, eða bara helgi), sumarfrí, horfa á vídeó, rúnta, fótbolta,  sveifla sér í köðlum og annað í þeim dúr.  Ekki er hægt að neita því að flokka má ýmislegt annað sem gaman og tengist hlaupum eins og að vakna kl 6 til að ná að taka eitt hlaup, hlaupa með vindinn í fangið og láta rigninguna lemja sig í andlitið, finnast lungun vera að springa, blöðrur á fótunum og annað slíkt.  Ef þú ert enn í vafa um hvort þetta sé skemmtilegt, hvað gerist ef barn, já eða ef við skoðum gruneðlið enn frekar, hundi er sleppt lausum þar sem er nóg pláss?  Barnið eða hundurinn fer að hlaupa.  Þetta er skemmtilegt.  Enda á maður bara að haga hlaupinu þannig að maður njóti þess. Hvað sem öðru líður, þá eru hlaup og skokk afskaplega hressandi, bæði fyrir líkama og sál.  Kosturinn við hreyfingu af þessu tagi er að maður stjórnar sér algjörlega sjálfur,  bæði hraðanum, vegalengdinni og hversu oft maður fer.  Ef maður er illa upplagður fer maður bara hægar og eða styttra en samt reynir maður náttúrulega að fara oftar en sjaldnar.

Sumir reyna reyndar að halda því fram að skokk sé eitthvað nördalegt en hvaða íþrótt er það ekki?  Ég man ekki eftir neinni.  Hins vegar getur það litið  nokkuð einmanalega út að hlaupa einn dag eftir dag.  Það hefur allavega blessaðri sauðkindinni fundist sem fór að elta mig um daginn.  Hún tók sig út úr kindahóp og elti mig  í svona hálfan kílómetra.  Mér leið hálf asnalega, sem betur fer sá enginn til mín með kindina á hælunum.  Sennilega hefur hún verið einmana líka og litið á mig sem álitlegan félagsskap.

Í dag þurfti ég samt ekki að hlaupa einn en ég var plataður upp í Egilsstaði til að taka þátt í 10 km hlaupi.  Það var góð tilbreyting að hlaupa innan um fólk en um 20 manns tóku þátt og ég var einhversstaðar í miðjunni á heldur betri tíma en ég hafði þorað að vonast eftir og var bara nokkuð sáttur við það.  Að loknu hlaupi fór svo stór hluti hlauparanna í pottinn til að slaka á eftir átökin.  Ætli maður verði ekki að vera duglegur að hlaupa meira næstu vikurnar en það verður aftur hlaupið á Egilsstöðum eftir mánuð og þá er ekki hægt annað en að reyna að bæta tímann.  Fyrst er það nú samt Þorrablót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband