3.2.2010 | 21:50
Ganga
Ég skrapp í ágætis göngutúr í gær. Fyrst var ekið inn Geithellnadal og inn að Hvannavöllum en þar hófst gangan um kl hálf níu og gengið var yfir í Hofsdal, inn í stafn og svo út Hofsdalinn en göngunni lauk um kl hálf sjö. Veðrið var ágætt, bjart, frost og smá norðangola.
Hér eru nokkrar myndir úr ferðalaginu, verst þykir mér þó að hafa ekki náð mynd af refnum sem gægðist upp fyrir stein rétt fyrir framan mig, skjannahvítur með stórt skott.
Sunnutindur (1158m ) gengur fram úr Þrándarjökli í Geithellnadal:
Horft yfir Buga og Flötufjöll, Geithellnadalur vinstra megin, Hofsdalur hægra megin:
Horft út Hofsdal, Tungan fyrir miðri mynd.
Sólin að koma upp yfir Hofsdalnum:
Séð inn í stafn á Hofsdal þar sem upptök Hofsár eru og Hofsjökullinn á að vera vinstra megin:
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 66336
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.