1.3.2010 | 18:17
Bí bí
Starrinn er nokkuð skemmtilegur fugl, kvikur og klár, þó að sumir hafi á honum ímugust. Hann er algengur sunnan og vestan lands en ekki svo algengur hér um slóðir. Nafnið fær hann af stjörnunum sem eru á brjósti hans og baki.
Gráþrösturinn er frekar styggur og var um sig, líkur skógarþresti en aðeins stærri og stéllengri og sést helst hér á landi á veturna, á þeim tíma sem sennilega væri gáfulegra að halda sig á suðlægari slóðum. Eins ætti skógarþrösturinn að vera erlendis um þessar mundir en þó sjást alltaf einn og ein á veturna.
Hér er smá myndband, tekið út um gluggann og fram koma allir ofantaldir fuglar, auk ógreinilegs fugls sem ég hef ekki tegundagreint, væntanlega þó einhver af fyrrupptöldum fuglum, en hann sat upp á þaki.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.