20.6.2010 | 15:05
Það er skömm að því að blogga núna.
Alveg hefur einstök veðurblíða baðað okkur síðustu dagana. Sólskin, logn og hiti, það verður varla betra, nema kannski að það verði eins og 22. júní 1939 þegar mestur hiti sem mælst hefur á landinu mældist á Teigarhorni 30,5°C. Eiginlega langar mann mest til að vera úti allan sólarhringinn og þegar manni verður það á að hanga inni í smá tíma verður maður eirðarlaus og ómögulegur. Og auðvitað er skömm að því að vera inni að blogga núna. Nú er líka tíminn til þess að vera úti þegar veðrið og birtan er svona, ekkert jafnast á við miðnæturgöngutúr innan um Hófsóleyjar og Túnvingul, og svo eru náttúrulega sumarsólstöður á morgun, 21. júní klukkan 11:28. Þá fer maður væntanlega og veltir sér upp úr dögginni.
Við þessar aðstæður er líka ekki hægt annað en að smella af nokkrum myndum og ég sá að Sveitarfélagið stendur fyrir ljósmyndasamkeppni en til þess að taka þátt þarf að taka mynd í sveitarfélaginu einhvern tímann á árinu og senda inn á stafrænu formi. Eflaust kemur auglýsing um þetta fljótlega hér.
Hér í bæ var opnuð ný og glæsileg verslun, Bakkabúð, og ég er viss um að hún á eftir að slá í gegn í sumar, bæði meðal ferðafólks og einnig meðal heimafólks. Sjónersöguríkari. Ég er farinn út.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fínar myndir. Þú gleymir að vísu að taka fram, fyrir okkur sem erum hinumegin á landinu, hvaðan myndirnar eru. Mér sýnist þetta þó vera við Djúpavog og Búlandstindur í baksýn. Teigarhorn er þá líka í næsta nágrenni.
Emil Hannes Valgeirsson, 20.6.2010 kl. 17:21
Jú, mikið rétt, Djúpivogur er staðurinn.
S Kristján Ingimarsson, 20.6.2010 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.