Band of horses

Nýjasta plata hljómsveitarinnar Band of Horses, Infinite arms, verður án efa á listum yfir bestu plötur ársins 2010.

Band of horses var stofnuð í hinni miklu rokkborg Seattle árið 2004 af manni að nafni Ben Bridwell.  Áður hafði sveitin gefið út tvær plötur, Everything all the time árið 2006 og Cease to begin 2007.  Frægasta lag þeirra fram til þessa er vafalaust the Funeral sem notað hefur verið í mörgum sjónvarpsþáttum.  Sjálfir líta þeir út eins og Bítlarnir þegar þeir voru sem fúlskeggjaðastir.

Það er sjálfsagt óþolandi fyrir hljómsveitir að vera líkt við einhverjar aðrar, en það verður ekki hjá því komist við hlustun á Band of Horses að hugsa sem svo að Band of Horses sé Beach boys ársins 2010 en það sem er helst sameiginlegt með þeim, er að um er að ræða rokkhljómsveitir þar sem mikið er lagt upp úr hinum einstöku röddunum sem eru svo einkennandi fyrir bæði böndin.  Hún hefur líka ákveðinn samhljóm með Fleet foxes, sem mér finnst reyndar heldur síðri, þar er meira væl og minna rokk, en sveitirnar eiga raddanirnar sameiginlegar auk tengingar við þjóðlagatónlist. Tónlistin á reyndar tengingu yfir í ýmsar tónlistarstefnur, gítarrokk, þjóðlög, kántrí, soft rock og sjálfsagt eitthvað fleira. 

Annars verður hver og einn bara að hlusta og dæma, hér er tóndæmi:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband