Kafaš ķ Nykurhyl

Viš fórum ķ dag fimm kafarar ķ skemmtilega köfun ķ Nykurhyl ķ Fossį.  Hylurinn kemur į óvart en hann er um 9 metra djśpur og nokkuš stór um sig.  Stór björg eru upp meš žeim hluta sem beljandi fossinn steypist nišur ķ hylinn.  Töluvert af smįbleikju er ķ hylnum en aš žessu sinni uršum viš ekki varir viš lax.  Žaš er mikill munur į aš kafa ķ ferskvatni og ķ sjó en skyggni ķ ferskvatni er yfirleitt mun betra en ķ sjó. 

Hylurinn sem heitir Nykurhylur er nešan viš nešsta fossinn ķ Fossį og dregur nafn sitt af žvķ aš ķ honum įtti aš vera Nykur. Nykur er žjóšsagnavera sem į aš lķkjast hesti ķ śtliti en öfugt viš hesta eins og viš žekkjum žį snśa hófarnir aftur og hófskeggin fram į nykrum.  Samkvęmt žjóštrśnni er Nykra aš finna ķ įm og stöšuvötnum og jafnvel sjó. Nykurinn reynir gjarnan aš tęla menn į bak sér. Žeir sem fara į bak sitja žar fastir meš einhverjum hętti en nykurinn hleypur óšar aš vatninu žar sem hann į sér óšal og steypir sér į kaf og drekkir žeim sem į honum situr. Hann žolir ekki aš heyra nafn sitt nefnt, en heyri hann žaš tekur hann višbragš og hleypur ķ vatniš. Lengi vel var reynt aš losna viš Nykurinn śr hylnum ķ Fossįnni en žaš tókst ekki fyrr en skķrnarvatni var hellt ķ hann eftir skķrn į einum af bęjunum į dalnum.  Enda sįum viš engan nykur žarna ķ dag.

Nś stendur til aš nota vatn śr hylnum til śtflutnings en tankskip, allt aš 80.000 tonn, munu žį liggja viš akkeri śt į firšinum į mešan žau eru fyllt af vatni śr hylnum og vatniš er svo ętlaš til landbśnašar og išnašarnotkunar į vatnslitlum svęšum viš Mišjaršarhaf.  Žį er spurning hvort hęgt verši aš kafa ķ hann eftir aš žęr framkvęmdir verša oršnar aš veruleika.

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Maķ 2025
S M Ž M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nżjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frį upphafi: 66440

Annaš

  • Innlit ķ dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir ķ dag: 1
  • IP-tölur ķ dag: 1

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband