19.7.2010 | 00:15
Kafað í Nykurhyl
Hylurinn sem heitir Nykurhylur er neðan við neðsta fossinn í Fossá og dregur nafn sitt af því að í honum átti að vera Nykur. Nykur er þjóðsagnavera sem á að líkjast hesti í útliti en öfugt við hesta eins og við þekkjum þá snúa hófarnir aftur og hófskeggin fram á nykrum. Samkvæmt þjóðtrúnni er Nykra að finna í ám og stöðuvötnum og jafnvel sjó. Nykurinn reynir gjarnan að tæla menn á bak sér. Þeir sem fara á bak sitja þar fastir með einhverjum hætti en nykurinn hleypur óðar að vatninu þar sem hann á sér óðal og steypir sér á kaf og drekkir þeim sem á honum situr. Hann þolir ekki að heyra nafn sitt nefnt, en heyri hann það tekur hann viðbragð og hleypur í vatnið. Lengi vel var reynt að losna við Nykurinn úr hylnum í Fossánni en það tókst ekki fyrr en skírnarvatni var hellt í hann eftir skírn á einum af bæjunum á dalnum. Enda sáum við engan nykur þarna í dag.
Nú stendur til að nota vatn úr hylnum til útflutnings en tankskip, allt að 80.000 tonn, munu þá liggja við akkeri út á firðinum á meðan þau eru fyllt af vatni úr hylnum og vatnið er svo ætlað til landbúnaðar og iðnaðarnotkunar á vatnslitlum svæðum við Miðjarðarhaf. Þá er spurning hvort hægt verði að kafa í hann eftir að þær framkvæmdir verða orðnar að veruleika.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.