Ný tölva?

Jæja nú hefur það gerst að blessuð tölvan mín hefur gefið upp öndina eftir að hafa þjónað mér dyggilega í sex ár.  þetta var HP Compaq 7010 og miðað við fartölvu sem mikið hefur verið notuð er þetta víst ekkert svo slæm ending.  Rafhlaðan var náttúrulega löngu ónýt og lóðningar við hana,  þar sem hleðslutækiið er sett í samband, orðnar lélegar þannig að örlítil hreyfing á l0ftinu varð til þess að slokknaði á henni.  Svo í seinni tíð tók það hana tuttugu og sjö mínútur að komast í gang sem er langur biðtími þegar tölvur eru annars vegar en það sem fór endanlega með hana var að skjárinn varð skyndilega svartur.

Nú verður maður væntanlega að fjárfesta í nýjum grip og þá er það spurning hvort það verður aftur HP eða hvort maður á að fara yfir í Dell eða jafnvel Lenovo?

Annars er bara allt gott að frétta.  Tölvuleysið háir manni örlítið við blogg, facebook skoðun og fréttalestur.  Sem er reyndar allt í lagi, og þó að að hljómi hálf súrrealískt,  þá er nefnilega hægt að finna sér nóg að gera þó að engin sé tölvan. 

Svo er greinilegt að það er að koma haust en haustið er afskaplega skemmtilegur árstími eins og reyndar allir árstímar.  Í dennn var skólabyrjun og síld það sem einkenndi haustið hjá manni en nú er það rómantíkin, þegar byrjar að skyggja á kvöldin, litir náttúrunnar, berjasulta, gæsir, smalamennska já og svo einhvern veginn róast allt með þeirri rútínu sem kemst aftur á eftir sumarfríin.  Ég hugsa nú samt að ég fari í smá sumarfrí í haust.   Enda þarf maður að njóta haustsins í næði.

images


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við hjónakornin erum búin að vera með Dell síðustu 7 árin og höfum ekki í hyggju að skipta yfir í neitt annað.

ingthor (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 10:40

2 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Já, ég er búinn að hafa augastað á Dell í dálítinn tíma og ætli ég setji hana ekki efst á óskalistann.

S Kristján Ingimarsson, 22.8.2010 kl. 10:09

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Dell er bara snilld, á eina slíka sem er að detta á 9. árið og er enn fjandi góð þó svo að rafhlaða sé ónýt og eitthvað fleira smálegt...

Væri minn fyrsti kostur ef að ég væri að fara fjárfesta í slíkum grip í dag...

KvER

Eiður Ragnarsson, 26.8.2010 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband