Október

Október er búinn að vera kreisí.  Mikið að gera og þegar ég hugsa til baka hef ég ekki fengið fríhelgi til að eyða með fjölskyldunni síðan í ágúst.  Tölvunotkun mín í október hefur sennilega náð lægstu lægðum síðan árið 2004, sumir dagar algjörlega tölvulausir en aðrir næstum því tölvulausir. Það er margt sem maður hefur misst af  en á móti kemur að maður hefur fengið margt í staðinn.

T.d. var Airwaves í október og það er oft búið að plana Airwaves ferð.  Í þetta sinn átti að taka hluta af sumarfríinu í þessa frábæru hátíð sem er barmafull af góðu og spennandi tónlistarfólki.  Að sjálfsögðu tókst það ekki og ég missti af SH draumi og Bombay Bicycle club.  Ætli maður fjárfesti ekki í Goð+ í sárabætur.

Svo voru tónleikar með Yoko Ono.  Ég hefði ekki getað hugsað mér að fara á þá tónleika.  Í fyrsta lagi hef ég bara heyrt leiðinleg lög með Yoko og í öðru lagi kom það ekki til greina að fara á tónleika með manneskjunni sem splundraði Bítlunum.  Ég held að flestir þeir sem fóru hafi farið af því að hún er ekkja John Lennon en ekki út af tónlistarhæfileikum eða skemmtanagildi.

Svo var landsleikurinn Ísland - Portúgal.  Auðvitað hafði ég hugsað mér að fara á hann en það gekk ekki upp því miður, þannig að maður missti af því að sjá vel smurða lærleggi Ronaldos og taka myndir af honum á símann.  Hins vegar styttist með hverjum deginum í það að maður skelli sér á leik.

Svo er búinn að vera ægilegur hiti út af trúmálum, aðallega trúarfræðslu í skólum.  Mér finnst sjálfsagt að kynna hin ýmsu trúarbrögð fyrir krökkum.  Markmiðið með flestum trúarbrögðum er jú að kenna fólki að greina á milli góðs og ills og hvað er rétt og hvað er rangt, þannig að e.t.v. ætti að efla trúarfræðslu í skólum.  Mér finnst fólk hafa misst sig algjörlega í umræðu um þetta og það skín í gegn hjá fólki að að kristni sé slæm.  Ef allt fer á verst veg verður dregið verulega úr jólaundirbúningi skólanna,  sennilega hætt að kynna Hallgrím Pétursson  og fleiri stórskáld fyrir börnum.  Annars veit ég ekki af hverju ég er að velta mér upp úr þessu með skólana, þetta á aðeins við um Reykjavík, en umræðan hefur samt sem áður verið áberandi að undanförnu. 

Þjóðmálin:  Úff, það vantar einhver til að stjórna .

Bæjarbragurinn:  lífið í bænum gengur sinn vanagang en þó verður að segjast eins og er að lífið við höfnina er búið að vera, tja dautt.  Október hefur yfirleitt verið aðalmánuðurinn hér en í ár verður hann einn af slökustu mánuðunum.  Því miður.  Svona er nú sjávarútvegurinn óútreiknanlegur.

Í staðinn fyrir þetta fékk ég nokkrar fjallgöngur, námskeið á vegum Landsbjargar fyrir harðbotna slöngubáta, stjórnendanámskeið fyrir slökkviliðsmenn, fiskeldisráðstefnu norður á hinum sögufrægu Hólum í Hjaltadal, betri heilsu og meiri hæfni og þekkingu.  Þannig að ég er ánægður.

Spáin er slæm fyrir helgina þannig að maður dundar sér líklega mest heima við, kominn tími til, hlustar á Deerhunter, eldar, les og lummast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband