Bílalán

Ég er með bílalán hjá SP fjármögnun.  Nú í vikunni fékk  ég endurútreikning á láninu og verð að segja að ég var ánægður með hann.  Höfuðstóll lánsins lækkaði um 600.000, þannig að mánaðarlegar afborganir lækka aðeins í kjölfarið.  Já og vextirnir ásættanlegir rúm 6%.  En.  Þegar fyrirtæki er dæmt fyrir að gera ólöglega samninga er það sama fyrirtæki væntanlega orðinn lögbrjótur.   Ef ég brýt lög, þá get ég verið viss um að ég þarf að greiða sekt eða jafnvel fara í fangelsi.  Í þessu tilviki, þrátt fyrir að fjármálafyrirtæki ættu í hlut, hefði maður haldið að það sama gilti um þau.  Það er samt ekki svo, þau eru verðlaunuð með því að láta ólöglegu samningana halda sér en það ólöglega er tekið út og nýir vextir settir inn, án tillits til hvort lántakinn sé því samþykkur eða ekki.  Lögbrjóturinn er sumsé skorinn niður úr snörunni og sá sem brotið var á aðstoðar hann við að komast á lappirnar.  Svona er nú íslenskt réttarkerfi.  En ég er glaður og bíllinn minn er til sölu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll Kristján

Ég fékk seðil sem er frá AVANT upphaflegt lán 800 þúsund til þriggja ára 11 mánuðir greiddir lánið fór í rétt tæp 14 hundruð þúsund fékk seðil  að upphæð 1.244.443 og ég segi hef ekki samþiggt neinn nýjan samning þetta er þjófnaður í boði steingríms og hyggst ég senda steingrími seðlana jafn óðum til greiðslu.TAKK FYRIR PISTILIN. 

Jón Sveinsson, 30.10.2010 kl. 10:45

2 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Takk fyrir Jón.  Það er nokkuð öruggt að það hafa verið sendir út samningar sem lántakendur myndu aldrei skrifa undir sjálfviljugir.  Það er hreint með ólíkindum að þetta skuli eiga sér stað.

S Kristján Ingimarsson, 30.10.2010 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband