Hjá tannsa

Í síðustu viku skrapp ég til tannlæknis.  Ég er ekki eins og sumir, kvíðnir fyrir að heimsækja tannlækni, nema ef vera skildi kvíði fyrir því að sjá reikninginn sem manni er sýndur að heimsókn lokinni.  Í þetta skiptið hafði ég fundið fyrir óþægindum í tönn hægra megin niðri.  Ég var afskaplega afslappaður, reyndar svo afslappaður að ég sofnaði á meðan á viðgerð stóð.  Þegar ég rankaði við mér aftur hafði verið gert við aðra tönn en þá sem ég hafði ætlað að láta skoða, en nú var búið að laga fyllingu í tönn uppi vinstra megin.  Nú hef ég sem sagt verk bæði hægra megin og vinstra megin, synu meiri þó í þeirri sem var gert við og var í fínu lagi fyrir og því verð ég að vera annað hvort á fljótandi fæði eða tyggja með framtönnunum.  Guði sé lof og dýrð í upphæðum að maður er ekki jórturdýr.

Það sem vakti hvað mesta athygli í fréttum í vikunni var viðtalið við borgarstjórann í Kastljósinu þar sem hann sagðist vera geimvera og predator.  Hann viðraði líka þá hugmynd að hafa lokað í Bláfjöllum í 365 daga í stað 360 og margir töldu hann klikkaðan fyrir það.  Væntanlega hafa menn jafnað sig á því en það hlýtur einmitt að vera verkefni þeirra sem stjórna að athuga hvar hægt sé að spara og þá eru útgjöld  vegna íþróttamála ekki undanskilin.  Þeir á Álftanesi brenndu sig aðeins á þessu en þeir settu sveitarfélagið á höfuðið vegna íþróttamála.

tannsi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband