Gott kvöld?

Bogi Ágústsson las fréttir á RÚV í kvöld.  Hann byrjaði á að bjóða gott kvöld en það sem á eftir kom gekk að mestu út á það að gera manni ljóst að þetta væri ekki neitt sérstaklega gott kvöld.  Írland á kúpunni, deilur á Alþingi, vítaverð vinnubrögð hjá Landsdómi, kvartanir vegna símafyrirtækja, málaferli vegna ýmissa glæpa, stjórnlagaþing of flókið fyrirbæri og fleira í þeim dúr.  Alveg sérstaklega hvetjandi, upplífgandi og jákvætt fyrir þá sem vilja hafa gott kvöld.  Auðvitað nennir maður ekki að hlusta á þetta á sunnudagskvöldi og því var ekki um annað að ræða en að skipta  um stöð eða lækka.  Batteríin í fjarstýringunni voru samt orðin léleg og ég stóð mig að því að ýta fastar á takkana á henni.  Af hverju? Veitiggi. 

Landinn er samt fínn.  Þá er ég að meina þáttinn og jú kannski líka drykkinn. Þátturinn rífur mann aftur upp (j´aog drykkurinn líka) eftir að búið er að rífa mann niður með fréttum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband