Ég kýs ekki

Það eru víst kosningar í dag og ég ætla ekki að kjósa.  Ég hef ekki haft tíma til að kynna mér þessa fimmhundruð og tuttugu og fimm frambjóðendur  og get því ekki með nokkru móti ákveðið mig.  Það verður nú líka að segjast eins og er að þessir fimmhundruð tuttugu og fimm frambjóðendur hafa gert lítið til að kynna sig allavega hef ég ekki orðið var við að margir séu að koma sér á framfæri.  Þetta er kannski bara staðfesting á því að flokkakerfið virkar miklu betur en persónukjör þó að þessi svokallaði fjórflokkur sé orðinn algjörlega úreltur og orðinn fastur í einhverri pólitískri hringekju.  Ef ég vissi hverjir af þessum fimmhundruð tuttugu og fimm frambjóðendum vilja engar breytingar á stjórnarskrá myndi ég sennilega dratthalast á kjörstað og færa númerin þeirra inn á kjörseðilinn.

Mér finnst þessar kosningar ekki vera það sem Ísland þarf á að halda núna.  Þegar bankarnir fara á hausinn af hverju er þá þörf á að breyta stjórnarskránni?  Var  það stjórnarskránni að kenna að efnahagshrunið varð. Nei. Svo er það nú þannig að stjórnarskráin hefur verið í stanslausri endurskoðun frá árinu 1944 þar sem stjórnarskrárnefnd hefur verið starfandi í þessi 66 ár og aldrei hafa menn fundið nægjanleg rök fyrir því að breyta henni.  Stjórnvöld hér á landi hafa lýst því yfir að þau þykist vera velferðarstjórn sem þurfi að skera niður og hækka skatta til að eiga möguleika á að ná að rétta af þjóð sem er nánast gjaldþrota.  En samt á að kasta fleiri hundruð milljónum í stjórnlagaþing.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=xIraCchPDhk&feature=related

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 09:28

2 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Margt til í þessu.

S Kristján Ingimarsson, 27.11.2010 kl. 09:42

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Svo er XD með tilbúinn lista fyrir ráðvillta kjósendur....

hilmar jónsson, 27.11.2010 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband