Staðgöngumæðrun

Ég er fylgjandi því að staðgöngumæðrun verði leyfð að því tilskyldu að strangar reglur verði settar hvað það varðar þar sem ýmis lagaleg og siðfræðileg mál geta og munu skjóta upp kollinum ef staðgöngumæðrun verður leyfð.  Hér er örlítil dæmisaga:

Jódís og Tómar gátu ekki átt barn af því að Jódís var með góðkynja bandvefsæxli, þannig að hún gat ekki gengið með barn, hins vegar gat hún myndað heilbrigð egg.  Jódís og Tómas langaði til að eignast barn saman þannig að þau settu sig í samband við staðgöngumóður, Söru, sem samþykkti að ganga með barnið fyrir þau.  Mánuði áður en barnið átti að fæðast  létust  Jódís og Tómas í bílslysi.  Sara ákvað þá að hún skyldi fæða barnið og ala það upp sjálf.  Hún reiknaði ekki með að þetta yrði flókið, lagalega séð, þar sem báðir foreldrarnir voru látnir.  En, systir Jódísar, Ellen, lagði fram kröfu um að hún fengi forræði yfir barninu.  Hvort er staðgöngumóðirin eða fjölskylda foreldranna rétthærri í að taka að sér barnið?   

Lög og reglur þurfa meðal annars að geta tekið á svona aðstæðum með einföldum og skýrum hætti en við eigum að nýta okkur þá tækni og þekkingu sem til staðar er í dag til þess að gera líf fólks betra.
mbl.is Andstaða við tillögu um staðgöngumæðrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Málið er flókið eins og þú gefur í skyn.

Hér eru umsagnirnar, þú getur skoðað hverja og eina fyrir sig:

http://www.althingi.is/dba-bin/umsnr.pl?ltg=139&mnr=310

Guðmundur Pálsson, 26.2.2011 kl. 12:59

2 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Takk fyrir þetta.

S Kristján Ingimarsson, 26.2.2011 kl. 15:34

3 identicon

Alls staðar þar sem staðganga er leyfð eða gerð þar eru samningar.
Foreldrarnir þurfa að ákveða fyrir fram hverjir munu ættleiða barnið ef þau deyja bæði. Held ég sé ekki að fara með rangt mál með að það þarf að benda á 3 aðila sem taka við barninu.

Ekki þarf ég að ákveða áður en ég eignast barn hver mun taka við þeim, en par sem þarf á staðgöngu að halda þarf að ákveða það fyrir fram og þurfa allir að skrifa undir það.

Auðvitað þarf að vera ströng skilyrði. Það er misskilningur að fólk haldi að þetta hafi ekki veirð rætt í mörg ár. Það er ekkert verið að flýta sér neitt það er búið að vera að vinna í þessu í MÖRG ár. Búið að svara mörgum álita efnum með ættleiðingum og gjafakynfrumum.

Bendi þér á www.stadganga.com þar er sýnt fram á að rannsóknir og heimildir um að í lang flestum tilfellum þá líður börnum og staðgöngumæðrum  vel.

Með staðgöngu (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband