Mars

Marsmánuður er búinn að vera eins og súkkulaði með karamellu og kakófyllingu.  Já Mars.  Mikið að gera á öllum vígstöðvum.  Allar helgar hafa verið nýttar vel í hitt og þetta, skíði, hlaup, jeppaferð, gestamóttöku, köfun og fleira.  Þrátt fyrir rysjótta tíð fyrri hluta mánaðar fór vorið að banka á dyrnar seinni hluta mánaðarins og eftir vorjafndægur hefur vorið verið að minna meira og meira á sig.

Í vinnunni hefur undirbúningur fyrir flutning á fiskinum milli kvía tekið mestan tímann en nú teljum við og böðum fiskinn árlega og mars - apríl er hentugasti tíminn fyrir það af því að þá er sjávarhiti er í lágmarki.

Á menningarsviðinu hefur Karlakórinn okkar verið með vikulegar æfingar og vonandi getum við sýnt smá afrakstur af því í lok starfsársins.  Það er annars gaman að sjá hvað náðst hefur að virkja menn til söngs en yfirleitt eru 14 - 16 manns á æfingum og það þykir mér nokkuð gott.  Svo er það sérstaklega ánægjulegt að uppistaðan í kórnum eru menn sem hafa lítið eða ekkert fengist við söng og aldrei hafa heyrst syngja, ekki einu sinni í fjöldasöng á þorrablóti.  Undirbúningur fyrir Hammond er líka farinn í gang og þar tekur Dallas group inc þátt að venju en að þessu sinni er ég óvenju ánægður með væntanlegt prógramm hópsins en hvað það verður kemur í ljós 14. maí.

Birna

Dröfn á ferð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband