Súla.

Apríl mánuður, mánuður vorsins, er liðinn hjá með afskaplega gott vorveður í farteskinu og hér hefur verið hlýtt en vindasamt, oft á tíðum sólskin og oft á tíðum ekki sólskin. 

Farfuglarnir hafa streymt að, og syngja inn vorið og söngur þeirra hefur vakið mig á nóttunni og greinilega hefur hann vakið fleiri en mig af því að gróður, tré og runnar virðast líka hafa vaknað við þetta af vetrardvala sínum og eru farin að taka á sig grænan lit auk þess sem stöku fíflar eru farnir að skjóta upp kollinum.  Fátt er nú sumarlegra en fíflar.

Í gær eftir hádegið var Súla að svamla í höfninni, tveimur tímum seinna lá hún steindauð við hafnarkantinn.  Ég kom ekkert nálægt því en ég tók hana og stakk henni oní frystikistu saman við brauð en þegar ég ætlaði að loka, hún hreyfði sig hún var víst ekki alveg dauð ég ákvað þarna aðeins að doka. Nei ,jú,  hún var alveg dauð og hver veit nema að hún verði þess heiðurs aðnjótandi að verða stoppuð upp og fái heiðurssess meðal sjófugla á fuglasafninu.  Annars er magnað að sjá Súlur í sínu náttúrulega umhverfi þegar þær stinga sér í tugatali úr 30 - 40 metra hæð, þæg gera sig ufsilon laga þar sem goggurinn er neðstur og svo hverfa þær ofan í sjóinn á gríðarlegum hraða eins og örvaregn, til að ná sér í æti.  Súlan er tignarlegur fugl enda er hún stærsti sjófuglinn, 90 - 110 cm löng og vænghafið er 170 - 180 cm.   Því miður var ég ekki með myndavélina við hendina þannig að ég set ekki inn mynd af Súlu,  þið verðið bara að gúggla, leitarorðin eru Súla, Gannet eða Morus bassanus.  Set samt inn mynd af Stöng. Stöng eða Súla skiptir það máli?

 

Stöng


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband