4.6.2011 | 10:20
Sjómannadagur
Í tilefni helgarinnar er afar viđeigandi ađ setja inn eitt sjómannadagsblogg. Ég missi af hátíđahöldum hér í bć ţar sem ég ţarf ađ bregđa mér út á land eđa alla leiđ til höfuđborgarinnar ţar sem ég hef eytt sjómannadagshelginni síđustu ţrjú ár. Hér verđur ţetta međ hefđbundnu sniđi, messa, sigling og kaffi. Á árum áđur voru sjómannadagsböll stór ţáttur í hátíđahöldunum en ţau voru á laugardegi á sunnudögum var svo algengt ađ menn vćru ekki búnir međ balliđ og gengu brosmildir og reikulir í spori um bćinn og tóku ţátt í skemmtuninni.
Ţegar ég var sextán, ţá var sjómannadagsball í Neista einhver hljómsveit austan af fjörđum og í ţessu agnarlitla samkomuhúsi voru um hundrađ manns, mikill hiti bćđi ástarhiti og blóđhiti sem náttúrulega endađi međ slagsmálum og einhverjir ultu ofan í fjöru, bćđi til ađ slást og elskast ég er samt ekki viss hvort fólk gerđi hvort tveggja í einu. Svo var einhvern tímann sjómannadagsball í slökkvistöđinni ţar sem viđ heimamenn voru ađ spila, sennilega Ţörungarnir, en ţá birtust ţrjár fullar rútur frá Hornafirđi og slökkvistöđin yfirfylltist af fólki. Ţá var nú góđ stemming sem auđvitađ var toppuđ međ ţví ađ einhverjir Álftfirđingar fóru ađ rífa skyrtur utan af mönnum og ćsa ţá upp.
Á ţessum árum var togari og einhverjir fleiri bátar hér og allir sjómenn bćjarins saman komnir í ţorpinu á sama tíma. Nú eru engir stórir bátar, sjómenn međ pláss á hinum og ţessum bátum auk einyrkja á trillum og stemmingin hefur breyst, böllin eru hćtt ađ ganga og skemmtidagskráin hefur dregist saman. Menn eru líka hćttir ađ sjást röltandi um bćinn međ flöskuna í hendinni. Nú mćta menn í messu.
Í dag standa sjómenn í ţeim sporum ađ halda upp á sjómannadaginn 2011 í skugga mikillar óvissu og ţeir hljóta ađ spyrja sjálfa sig, skyldi ég hafa vinnu nćsta sjómannadag? Verđur fyrirtćkiđ sem ég vinn hjá ennţá starfandi? Vissulega verđa áfram sjómenn á Íslandi en hverjir, hvar og hvernig? Óvissa er ekki góđ. Ég held ađ stjórnendur Íslands sjái ekki heildarmyndina, heldur eltist viđ óánćgjuraddir minnihlutans og geri svo breytingar sem verđa engum til góđs. Allavega hafa ţessi svokallađa stjórn ekki gert mikiđ til góđs og svo sem engin sérstök ástćđa til ađ ćtla ađ ţeir fari ađ taka upp á ţví núna.
Til hamingju međ daginn sjómenn.
Hér er svo lag í tilefni dagsins (tekur kannski smá tíma ađ opnast).
Um bloggiđ
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.