Tölva og 17. júní

Eftir nokkurra mánaða bið hef ég fjárfest í fartölvu af Lenovo gerð.  Þetta þýðir að nætursvefn mun styttast um tvær klukkustundir að meðaltali á sólarhring, hreyfing og útivist mun heyra sögunni til, tiltektir og heimilisstörf verða látin lönd og leið að minnsta kosti fram að jólum auk þess sem allt félagslíf, já og líf utan heimilisins verður sniðgengið.  Þetta er samt slæmur tímapunktur þar sem innivera að sumri til á illa við mig.  Ég bar saman nokkrar tölvutegundir og leist best á þessa af þeim sem kostuðu minna en hundrað þúsund. 

Sautjándi júní var víst óvenju líflegur hér í bæ og ánægjulegt að sjá að einhver nenni að endurvekja sautjánda júní stemminguna.  Hverfin voru skreytt í mismunandi litum og svo var keppni á milli hverfa.  Einhverra hluta vegna vann gula hverfið en það skil ég ekki þar sem mér fannst appelsínugula hverfið bera af.   Það hljóta að hafa verið brögð í tafli og þetta er geymt en ekki gleymt.  Ég mun ekki óska þeim til hamingju sem sigra með svindli og það er ekki hægt að samgleðjast þeim sem vinna með svoleiðis bellibrögðum.  Ég reyndar missti af þessu öllu saman þar sem ég var staddur á Reyðarfirði að skemmta Fjarðbyggðingum með söng og gleði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband