28.6.2011 | 08:34
Lánsemi
Svo eru það íþróttirnar. Ég er lánsamur að vera við góða heilsu þannig að ég hef getað stundað hlaup þó að maður vildi gefa því meiri tíma. Á laugardaginn fór ég í skógarhlaup á skógardeginum mikla í Hallormstað þar sem hlaupnir voru 14 km um skógarstíga. Nokkuð erfitt hlaup að því leyti að stígurinn liggur um hæðótt landslag þannig að í bröttustu brekkunum var maður við það að æla lungunum. Vonandi fær maður tækifæri til að taka þátt í fleiri almenningshlaupum í sumar. Svo hef ég náð að spila tvo leiki með HrafnkellskástrikNeisti í launaflsbikarnum en það er fátt sem jafnast á við að hlaupa um grænar grundir og elta bolta.
Ég er líka lánsamur að eiga góða fjölskyldu sem styður mig í þessum áhugamálum mínum. Það er samt frekar óheppilegt fyrir mig að sólarhringurinn skuli ekki vera aðeins lengri til þess að geta gefið þessu öllu örlítið meiri tíma, það er að segja tónlistinni, íþróttunum og fjölskyldunni, þannig að ég er ólánsamur hvað það varðar.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.