2.7.2011 | 15:30
Sund
Eftir að litla útisundlaugin kom á Djúpavogi minnir mig að ég hafi farið tvisvar eða þrisvar á sundnámskeið en þau voru alltaf í eina eða tvær vikur á vorin þegar skólinn var búinn. Þá var líka hitinn á vatninu í lauginni, yfirleitt í kring um 17°C sem þætti nú kannski í kaldara lagi í dag.
Fyrir stuttu fór ég í sund á Egilsstöðum en þegar ég kom úr sturtu var búið að taka handklæðið mitt. Ég þurfti því að nota einhverja hárþurrku til að þurrka mér. Þegar ég kom fram sá ég einhvern gaur sem hafði verið í sundi ég sneri mér að honum og spurði hann hvort að hann væri með handklæðið mitt? Og jú, hann var með það, þá sagði ég "ja ég var nú búinn að nota það til að þurrka mér um punginn og rassgatið en ég held að það hafi ekki verið neinar brúnar rendur á því". Þá fór hann án þess að segja orð en skildi handklæðið eftir.
Ég hef samt yfirleitt ekki nennt að synda mikið, þykir ágætt, ja reyndar mjög ljúft, að skella mér öðru hvoru í heita pottinn, sérstaklega ef maður hefur verið að puða eitthvað en ég ætla samt að vera duglegur að æfa mig aðeins á skriðsundinu. Sund er víst líka hollt.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.