Living on the edge

Hér í bæ hefur ýmis konar félagsskapur safnað sér peningum með því að halda kökubasar.  Nú verður það ekki gert með svo góðu móti lengur vegna þess að samkvæmt tilskipun frá Evrópusambandinu er kökubasar bannaður.  Heimabakaðar kökur eru víst eitt það hættulegasta sem hægt er að komast í og ástæðan er sú að eldhús landsmanna eru grútskítug og bakteríuflóran þar ógnar heilsu þjóðarinnar.  Guði sé lof fyrir að embættismenn í Brussel hafa komið auga á þetta en eflaust hefðu kökubasarar getað valdið íslenskri þjóð miklum heilsufarsvandamálum.   Ég man fyrst eftir að farið hafi verið að þessum lögum á Egilsstöðum í vor þegar að kökubasar var kæfður þar í fæðingu og hélt ég fyrst að hroka heilbrigðiseftirlitsmanns eða áfergja hans í að sýna vald sitt hefði verið um að kenna en auðvitað var hann búinn að koma auga á hættuna.  Ég sé það núna að heilbrigðiseftirlitsmenn eru ekkert annað en Men in Black eins og Will Smith og Tommy Lee Jones sem mæta og uppræta þær hættur sem steðja að mannkyninu. 

Þær voru samt búnar að finna glufu í hinu Evrópska regluverki konurnar á Akureyri sem um daginn héldu sýningu á Muffins kökum.  Fólk borgaði sig inn til að skoða muffinskökur en fékk svo ókeypis sýnishorn þegar inn á sýninguna var komið auk þess sem það gat keypt kökur sem bakaðar höfðu verið í eldhúsi sem Evrópusambandið var búið að viðurkenna að væri ekki heilsuspillandi.  Ég er hrifinn af svona framtaki.  Fólk sem rís upp til að berjast gegn óréttlæti.  Ég er hluti af félagsskap (eða félagssköpum) í byggðarlaginu sem hefur notfært sér kökubasara til fjáröflunar og ég mun hvetja til þess að haldin verði kökusýning eða eitthvað sambærilegt í vetur.  Stundum er það bara þannig að maður þarf að taka áhættur í lífinu, eða eins og þeir segja I like to be living on the edge og hvernig væri að hætta sér út á ystu nöf með því að bjóða upp á heimabakaða íslenska köku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband