Minning

Þegar ég fékk fréttirnar um að þú hefðir kvatt þennan heim dofnaði ég upp og á svona stundum finnst manni lífið vera svo ósanngjarnt.  Þetta var mikið reiðarslag og það er erfitt að þurfa að sætta sig við og skilja þegar svona lagað gerist.  Minningar um þig runnu fyrir hugskotssjónum mínum eins og bútar úr kvikmyndum og flestar þær tengjast þær tónlistinni en leiðir okkar lágu mest saman þar. 

Ætli við höfum ekki verið fjórtán eða fimmtán ára þegar við ákváðum að stofna pönkhljómsveit sem fékk nafnið Glappaskot og æfðum við af kappi í stofunni í Nausti.  Svo fóru fleiri að bætast í hópinn og við héldum okkar fyrstu tónleika í Neista og keyptum okkur svo pulsur og kók fyrir ágóðann. Síðan þróaðist spilieríið á þann veg að fleiri bættust í hópinn og að fáum árum liðnum, eftir nafna og mannabreytingar varð hljómsveitin Þörungarnir að veruleika og við farnir að spila á böllum hingað og þangað.  Sérstaklega eru minnisstæðar ferðir á Höfn og í Mánagarð, já og öll áramótaböllin í slökkvistöðinni og svo seinna meir á Hótelinu.  Þær eru ófáar klukkustundirnar sem við eyddum saman í æfingar á hinum ýmsu stöðum, í Nausti, slökkvistöðinni, Vogi, bílskúrnum hjá Hafsteini, bílskúrnum hjá Leikskólanum, gamla Kaupfélaginu og víðar.  Okkur fannst ekkert athugavert við það þó að mamma þín myndi sitja inni í eldhúsi með heyrnaskól ámeðan við vorum að framkalla hávaða í stofunni.  Það kom fyrir að við rifjuðum upp þessa góðu tíma og ég á eftir ylja mér við að hugsa um þá í framtíðinni.

Svo verður manni hugsað til fjölskyldunnar.  Þau hafa misst mikið, föður, mann og son.  Fáir sem ég hef umgengist hafa haft yfir að ráða jafn miklu af jafnaðargeði.  Fátt kom þér úr jafnvægi og aldrei heyrði ég þig hallmæla nokkrum manni.  Ljós þitt mun skína áfram.  Shine on you crazy diamond.  Við höfum misst góðan dreng, hvíldu í friði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband