12.12.2011 | 17:53
Reimleikar II
Svona í framhaldi af færslunni hér að neðan er rétt að bæta eftirfarandi við:
Ýmsar kenningar eru uppi um hvaða fólk tók sér far með manninum sem var að koma frá Runná en eitt af því sem hefur verið nefnt er að eitt sinn stóð bær töluvert ofan við núverandi bæjarstæði. Álög höfðu verið lögð á manninn og svo fór að hjónin létust bæði þegar skriða féll á bæinn árið 1792. Nánar má lesa um þetta í bókinni Tröllaspor, Íslenskar tröllasögur II eftir Öldu Snæbjörnsdóttur, en bókin kom út nú fyrir jólin.
Varðandi það þegar fólkið í rútunni sá manneskjurnar tvær er vert að taka fram að í fólksflutningabifreiðinni er inniljós sem lengi hefur verið bilað. Þegar rútan var stöðvuð til þess að bakka í átt að fólkinu kviknaði allt í einu á ljósinu en þegar ekkert sást til fólksins fór ljósið í fyrra horf og hefur ekki kviknað síðan.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 66420
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.