17.12.2011 | 15:38
Tónaflóð
Þá er að koma jólafrí frá tónaflóði haustsins. Þetta haust er búið að vera óvenjulegt að því leiti að frá því um miðjan sepember hafa nánast öll kvöld vikunnar verið tekin undir tónlistariðkun af einhverju tagi. Það er helst að það hafi verið frí á sunnudögum. Hljómsveitin Zone hefur tekið 1 – 2 kvöld í viku, Karlakórinn Trausti 1 – 2 kvöld í viku og tónleikafélagið 1 – 2 kvöld í viku og svo hefur verið eitthvað um að ég hafi verið að spila einsamall. Það er því mikið búið að syngja og hálsinn er búinn að vera undir miklu álagi og að undanskildu svefnleysi eru þeir ófáir morgnarnir sem eymsli í hálsi og hæsi er það fyrsta sem maður tekur eftir í skammdegismyrkrinu. Þrátt fyrir að þetta taki mikinn tíma er þetta búið að vera afskaplega skemmtilegt tímabil og auðvitað er maður glaður með að eiga kost á því að sinna áhugamálunum með þessum hætti. Þakklæti er kannski rétta orðið. Það eina sem maður hefur saknað er frítíminn og fjölskyldan en það er mikils virði að vita af því að það er staðið 100% við hryggsúluna á manni til að hægt sé að stunda þetta en stundirnar sem maður er heima við verða enn dýrmætari þegar þær eru eins fáar og raunin hefur verið. Lögmálið um framboð og eftirspurn gildir þar eins og víða annarsstaðar. Karlakórinn fór í jólafrí 10. des, Tónleikafélagið verður með tónleika í kvöld og síðasta Zone æfingin verður á mánudagskvöld. Hljómsveitarstússið byrjar svo væntanlega fljótlega eftir áramót, sem og karlakórsæfingar, og væntanlega líður ekki á löngu þar til Tónleikafélagið fer að huga að Hammondhátíð. Ég mun því svífa inn í vorið á vængjum tónlistarinnar.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 66420
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.