Andfćtlingatónlist, White 'n' Fun

Nú hafa mér áskotnast ţrír mjög svo skemmtilegir geisladiskar, ja eiginlega fjórir.

Jack White.  Ţennan pantađi ég mér af hinni mjög svo hagstćđu vefverslun, play.com. Ţetta er frábćr diskur međ ţessum frábćra tónlistarmanni, sem áđur gerđi garđinn frćgan međ White stripes, Dead weather og Raconteurs.  Jack kallinn minnir mig stundum á Ray Davies en mér finnst stundum bregđa fyrir einhverjum fjarlćgum Kinks hljóm í lögunum hans.  Áreiđanlega ein af plötum ársins 2012.

Dave Dobbyn.  Karen fćrđi mér tvo diska frá Nýja - Sjálandi og annar ţeirra er međ fremsta tónlistarmanni ţeirra, Dave Dobbyn sem er búinn ađ vera vinsćll ţar í landi frá ţví í kringum nítjánhundruđogáttatíu.  Hann er í Nýja - Sjálandi sambćrilegur viđ Kim litla Larsen í Danmörku eđa Bruce litla Springsteen í Bandaríkjunum, já og kannski Bubba litla Morthens hér á Íslandi. Diskurinn sem ég fékk heitir Available light og er frá árinu 2005 og af honum varđ lagiđ Welcome home vinsćlast.  Ţetta er ţćgileg og vönduđ popptónlist  Ég man eftir Áströlskum safndiski sem ég eignađist 1988 og á honum átti Dave litli Dobbyn eitt lag Slice of heaven sem er sagt vera eitt vinsćlasta lag Nýja - Sjálands fyrr og síđar.

Six60.  Hinn Nýsjálenski diskurinn er međ vinsćlustu hljómsveit Nýja - Sjálands um ţessar mundir.  Nei annast lang vinsćlustu hljómsveit Nýja - Sjálands um ţessar mundir.  Ţeir gáfu út diskinn sinn í október 2011 og hann velti sjálfri Adele af toppnum ţar í landi og ţeir eru búnir ađ selja meira af honum en t.d. Foo Fighters hafa selt ţar í landi.

Svo má í lokin nefna ađ diskurinn međ hljómsveitinni Fun er alveg fínn, ef mađur er ađ leita ađ tónlist sem minnir á Queen eđa Mika.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband