1. umferð

Þá er fyrstu umferð EM lokið og línur ekki farnar að skýrast, ótrúlegt en satt, en ýmislegt athyglisvert  hefur litið dagsins ljós.  Í þessari fyrstu umferð sýndu Rússar sýndu bestan leik og þeir verða allrar athygli verðir í komandi leikjum,  þeir eru líka með einn athyglisverðasta leikmann umferðarinnar en hann ber það hljómfagra nafna Dzagoev.  Danir komu allra liða mest á óvart með því að vinna hina sigurstranglegu Hollendinga en Ítalir stóðu sig líka betur en menn höfðu reiknað með en þeir náðu jafntefli við hið gríðarsterka lið Spánverja sem að þessu sinni spilaði án framherja og notaði sjaldséð leikkerfi 4-6-0 (eða 4-2-4-0 ef menn vilja vera nákvæmir).    Tékkar eru sennilega með eitt lélegasta liðið í keppninni ásamt Írum, en Írar með skemmtilegustu stuðningsmennina og eiginlega ætti alltaf að hleypa Írum í úrslitakeppni bara til þess að fá stemminguna sem fylgir áhorfendum.  Leiðinlegasti leikur umferðarinnar var án efa leikur Englendinga og Frakka   Úrslitin í fyrstu umferðinni segja hins vegar ekkert um áframhaldandi gengi liðanna en samkvæmt sögunni er það nánast undantekning ef sigurvegarar mótsins gera einhverjar rósir í fyrsta leik enda eru menn afar varfærnir til að byrja með.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband