2.7.2012 | 07:44
EM undanúrslit & úrslit
Þá er þetta búið, því miður. Það eina góða við það er að einhverjir vælukjór geta hætt að væla yfir því að fréttirnar hafi verið færðar til um klukkutíma. En aðeins um leikina.
Undanúrslit, Spánn - Portúgal. Fram að vítaspyrnukeppni var þetta einn leiðinlegasti leikur mótsins en Spánverjar hafa verið gagnrýndir fyrir að spila leiðinlega með því að láta boltann ganga manna á milli án þess að skapa sér mörg færi. Samkvæmt tölfræðiupplýsingum voru aðeins tvö skot á rammann í venjulegum leiktíma, eitt í fyrri hálfleik og eitt í seinni. Það var því kannski bara sanngjarnt að úrslitin réðust í vító en Spánverjar höfðu betur enda höfðu þeir smám saman náð yfirhöndinni inn á vellinum, sérstaklega eftir að Negredo fór af leikvelli.
Undanúrslit, Þýskaland - Ítalía. Ítalir hafa komið allra liða mest á óvart í keppninni og margir voru búnir að afskrifa þá fyrir mótið en nú eru þeir komnir í úrslitin. Ég hefði frekar viljað sjá hið skemmtilega lið Þýskalands í úrslitum en þeir klúðruðu sínum málum í leiknum við Ítalíu og það var ekki að sjá að þar væri sama lið að spila og var búið að spila alla hina leikina á mótinu. Enda var þetta ekki sama lið. Sama nafn en önnur leikaðferð. Vanalega eru það ekki sigurstranglegri liðin sem breyta um leikaðferð, heldur þau sem talin eru önderdogs, eða undirhundar, eða bara lélegra lið. En Þjóðverjar voru hræddir við Pirlo og ákvaðu að þjappa miðjumönnum sínum saman inn á miðjuna til að stoppa hann. Það dugði ekki og Pirlo var góður, maður mótsins að mínu mati. Í síðari hálfleik reyndu Þjóðverjar svo að fara aftur í sinn venjulega gír en Prandelli stjóri Ítalanna sá í gegnum það og þétti fyrir allan leka með því að taka annan sóknarmanninn út af og setja inn menn í staðinn aftar á völlinn.
Úrslit, Spánn - Ítalía. Þessi leikur var aldrei spennandi. Spánverjarnir höfðu þetta í hendi sinni allan tímann og eftir að Thiago Motta þurfti að fara meiddur útaf og Ítalir voru orðnir manni færri var þetta eiginlega bið eftir að leikurinn yrði búinn. Spánverjar eru því besta lið Evrópu í dag og kannski með eitt besta landslið heims frá upphafi en ekkert lið hefur náð að vinna heims og álfutitla þrisvar í röð. Að mínu mati er Pirlo maður mótsins, án hans hefðu Ítalir ekki komist svona langt og Prandelli er þjálfari mótsins en þrátt fyrir að margir væru búnir að afskrifa Ítalina fyrir mótið kom hann þeim alla leið í úrslitin. Svo fær Torres hrós fyrir að fá gullskóinn en gulldrengurinn þurfti ekki langan tíma til að skora þessi mörk auk þess að leggja upp mörk fyrir félagana.
Að lokum, RUV fær engar þakkir fyrir umfjöllun sína um mótið. EM stofan gerði lítið til að draga fram stemmingu mótsins. Þegar Þorsteinn joð var með HM stofuna á síðasta stórmóti (og þar síðasta líka minnir mig) voru dregin fram hin og þessi atriði frá mótinu sem juku svo sannarlega við stemminguna.
Spánverjar eru bestir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.