31.12.2012 | 10:50
Tónlistarárið
Íslenska plata ársins er án nokkurs vafa Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta. Ekki aðeins vegna þess að hún er langsöluhæsta platan heldur vegna þess að hún er algjört ljúfmeti. Ég prófaði að hlusta á hana í bílnum á meðan ég var að keyra að kvöldi til frá Egilsstöðum til Djúpavogs, en það gekk ekki. Ég varð að leggja bílnum utan vegar, slökkva ljósin, horfa út í stjörnubjarta nóttina og hlusta. Það var algjör dýrð í dauðaþögn.
Íslenska lag ársins er að mínu mati Tenderloin með Tilbury. Töff laglína, svolítið nördalegt en vel útsett og vel gert auk þess sem myndbandið er ákaflega skemmtilegt. Heim með Magna gæti komið í öðru sæti. Borko er líka athyglisverður.
Besta erlenda plata ársins er án nokkurs efa Blunderbuss með Jack White. Aðrar plötur sem vert er að nefna eru Researching the blues með Redd Kross og Some nights með Fun. Erlenda lag ársins er erfitt að velja en tvö lög með Train, Drive by og 50 ways to say good bye gerðu lífið skemmtilegt á árinu. Muse eru kannski vonbrigði ársins. Allt sem þeir hafa gert fram til þessa er gott en einhvern veginn fannst mér þeir ekki vera að toppa sig með nýju plötunni sinni, heldur kannski frekar aðeins skref til baka. Kannski er þetta líka bara vegna þess að væntingarnar eru of miklar.
Hvað mig sjálfan varðar var óvenju mikið um að vera í tónlist á árinu, ekki endilega í því að spila opinberlega, heldur var mikið æft með Bergmál, Karlakórnum Trausta og Tónleikafélagi Djúpavogs. Karlakórinn tók m.a. þátt í að flytja Messías eftir Händel, Bergmál æfði upp skothelt prógramm og er tilbúin í hvað sem er. Árinu lauk svo með ágætlega heppnuðum minningartónleikum Tónleikafélagsins á Hótel Framtíð. Þá sendi ég inn tvö lög í söngkeppni Ormsteitis sem bæði komust í úrslin og það var sérstaklega ánægjulegt að annað lagið skyldi vinna keppnina. Þar sem sigurlagið má finna hér neðar á síðunni set ég hitt lagið hér inn til gamans.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.