Ársyfirlit

Áriđ byrjađi rólega en stífar ćfingar međ Bergmálinu einkenndu fyrstu mánuđina.  Góđ tíđ varđ til ţess ađ Öxi var fćr frá febrúar.

Í mars var okkur tilkynnt ađ HB Grandi hyggđist hćtta fiskeldi í Berufirđi, viđ tók óvissutímabil varđandi áframhaldandi vinnu.

Apríl var mikill tónlistarmánuđur.  Fyrsta giggiđ međ Bergmáli var í apríl, ţá ćfđi karlakórinn stíft fyrir páskadagskrá og svo var Hammondhátíđ haldin í apríl og auđvitađ var eitthvađ kíkt á ţađ.

Í maí kom í ljós ađ enn og aftur er barn á leiđinni.  Chelsea vann meistaradeildina og varđ auk ţess bikarmeistari

Í júni var spilađ á fjölmennu sjómannadagsballi á Höfn.  Lax kom aftur í kvíarnar í Berufirđinum eftir fimm ára hlé.  Í lok mánađarins tók ég ţátt í Öxi 2012 sem er ţríţrautarkeppni á Djúpavogi og verđur vonandi ađ árlegum viđburđi.

Ég byrjađi júlí á ţví ađ fara á N1 fótboltamót á Akureyri međ Andra Jóni og félögum í Grindavíkurliđinu.  Nýir eigendur tóku viđ fiskeldinu í Berufirđi og nú kallast ţađ Fiskeldi Austfjarđa, framtíđin verđur svo ađ leiđa í ljós hvernig ţví reiđir af.  Öllum ţorski var slátrađ í mánuđinum.

Ágúst var góđur mánuđur.   Hann hófst međ ţví ađ fjölskyldan fór í bústađ vestur í Dali ţar sem nánasta umhverfi var kannađ.  Á sama tíma voru Ólympíuleikarnir og eitthvađ var fylgst međ ţeim en hápunkturinn var ţegar Ásdís komst áfram í spjótkastinu.  Ţegar heim úr bústađ var komiđ fór ég á sönglagakeppni Ormsteitis ţar sem ég átti tvö lög í úrslitum og annađ lagiđ mitt náđi ađ sigra.  18. ágúst var svo stór dagur ţar sem ég tók ţátt í Reykjavíkurmaraţoni og náđi ađ klára heilt maraţon, flaug svo austur um kvöldiđ og spilađi á balli í Valaskjálf fram á nótt.  Í lok mánađarins gerđist ég leiđsögumađur á Jökulsárlón hjá farţegum á skemmtiferđaskipi sem stoppađi viđ á Djúpavogi.

Októbermánuđur hófst á ţví ađ viđ skötuhjúin fórum til Lundúna og sáum Chelsea sigra Norwich 4-1 auk ţess sem viđ fórum á Queen söngleik.  Mjög skemmtilegt.  Smalanir tóku sinn í tíma í mánuđinum og svo fór hljómsveitin Bergmál í víking til Reykjavíkur ţar sem spilađ var á Rás 2, á Spot og í Grindavík.  Hvađ vinnuna snertir ţá fengum viđ Regnbogasilung í fyrsta sinn í kví í Berufjörđ.

Nóvember hófst međ illviđrum ţar sem hviđur í Hamarsfirđi fóru m.a. í 70m/s. Ćft var á fullu fyrir minningartónleika.  Í desember var svo miklu betra veđur en helst bar til tíđinda ađ ég fór vestur á Akranes til ţess ađ vera viđstaddur jarđarför hjá Dillu frćnku minni.  Allir krakkarnir voru hjá mér um jólin og ţann 29. voru svo minningartónleikar um Ćgi.  Krakkarnir mínir eru ađ fara í hinar og ţessar áttir.  Karen er í fatasaumsnámi, Telma í Menntaskólanum á Egilsstöđum og Ingimar í Fjölbraut á Suđurnesjum og stefnir á ađ verđa kokkur.  Andri er í Grunnskólanum í Grindavík og Brynja er á síđasta leikskólaárinu sínu.  Á heildina litiđ var ţetta gott ár ţar sem nokkrir eftirminnilegir atburđir áttu sér stađ.

Ágúst á innleiđ


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Húsmóđir

Bara ađ forvitnast, ertu búinn ađ eignast barn á ţessu ári ?

Húsmóđir, 2.1.2013 kl. 22:55

2 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Hér hefur ekki enn fjölgađ á ţessu ári.

S Kristján Ingimarsson, 4.1.2013 kl. 23:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband