Daglegt amstur og rólegheit

Undanfarna daga hefur Silkitoppa heimsótt mig en það er afskaplega vinalegt að horfa á hana út um eldhúsgluggann, þar sem hún situr í trénu eða á jörðinni og nartar í epli sem ég hef hent út.  Starrarnir hafa líka verið reglulegir gestir ásamt Bjargdúfum en Snjótittlingarnir hafa ekki sést hér í vetur.

Silkitoppa

Þá hafa hversdagarnir ekið við aftur eftir hátíðirnar og nú er það vinnan og hið daglega amstur sem fyllir upp í dagana.  Trillukarlarnir eru líka komnir á stjá og einhverjir gamalreyndir eru farnir að kroppa sér upp einn og einn fisk úr firðinum.

glaður á landleið

Dagarnir eru stuttir en upp úr tuttugasta janúar fer að sjást mikill munur á dagalengdinni.  Þetta verður trúlega algeng sjón næstu vikurnar í lok vinnudags.

djúpivogur í myrkri

Í dag skrapp svo smáfjölskyldan á Neskaupstað í síðasta tékk fyrir væntanlega fæðingu.  Fólk, mest megnis konur, hefur verið duglegt nú eftir áramótin að koma upp að mér og spyrja: "Er Íris bara róleg"?  Ég kannast ekki við að hún sé einhver ofstopa manneskja eða eigi í erfiðleikum með að hemja skap sitt þannig að þessi spurning kemur mér dulítið spánskt fyrir sjónir en ég svara samt bara eftir bestu samvisku játandi þó að ég neiti því ekki að ég hugsa til baka og reyni að finna einhver andartök þar sem örlar á skapsveiflum.  Fólk þekkir hana kannski á annan hátt en ég.  Eða þá að þetta hefur eitthvað með barnsburðinn að gera.  Ég þarf sennilega bara að biðja um nánari skilgreiningu á þessu orði "Róleg".  Veðrið var með besta móti  í ferðinni okkar, fallegt að horfa úr Oddskarði niður í Eskifjörð og Reyðarfjörð og allir voru rólegir.

Hómatindur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband