18.1.2013 | 10:00
Ævintýri Sixto Rodriguez
Um daginn var mér svo sögð saga af Bandarískum verkamanni sem sagði sögu sína í fréttaþættinum 60 minutes. Maður þessi hafði gefið út tvær plötur nítjánhundruðsjötíuogeitthvað, plötur sem fengu góða dóma en seldust ekki neitt þannig að tónlistarmaðurinn gafst upp og fór að vinna hefðbundna verkamannavinnu til þess að sjá fyrir fjölskyldunni. Aldarfjórðungi seinna fær hann svo símhringingu þar sem hann er beðinn að koma til Suðu-Afríku til þess að spila á tónleikum algerlega grunlaus um þær vinsældir sem hann naut þar. Hann lætur til leiðast og þegar hann lendir í S-Afríku standa limósínur á flugvellinum. Hann fer að horfa í kringum sig til þess að athuga hvort að eitthvað stórmenni sé með í för en sér ekkert slíkt. Hann kemst svo að því að limósínurnar eru ætlaðar honum og fjölskyldu hans. Hann vissi ekki þá að hann væri stórstjarna í Suður - Afríku, gjarnan nefndur í sömu andrá og The Beatles og Bob Dylan. Hann hafði reiknað með að spila á einhverjum sóðabar fyrir nokkra tugi manns en kemst að því að hann á að spila fyrir þúsundir áhorfenda. Nú hef ég komist að því að þessi maður er maðurinn í mp3 spilaranum mínum, Sixto Rodriguez. Sannkallað sannsögulegt nútímaÖskubusku ævintýri.
Þegar ég sá auglýsingu þess efnis að kvikmyndin Sugar man væri væntanleg veitti ég því athygli vegna þess að annað lagið með Sixto Rodriguez sem ég er með í mp3 spilaranum heitir einmitt Sugar man og ég hugsaði sem svo, "skyldi þetta lag hljóma í myndinni"? Það gerir það ábyggilega af því að þetta er sannsöguleg kvikmynd um ævintýri Sixto Rodriuez sem ég hlakka virkilega til að sjá, bæði vegna þess að tónlistin er góð og sagan er mögnuð.
Hér er tóndæmi:
Og hér er þessi magnaði 60 minutes þáttur:
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.