26.1.2013 | 09:17
Naðurvaldi og önnur stjörnumerki - í hvaða stjörnumerki ert þú?
Ekki tek ég mark á stjörnuspám eða stjörnuspeki. Hins vegar hef ég gaman af þvílíku dundi og öll erum við flokkuð niður með því að fæðast inn í ákveðið stjörnumerki. Ég hef til dæmis alla tíð trúað því að ég væri í krabbanum af því að ég er fæddur 26. júní. Nú hef ég komist að því að það er ekki endilega svo að ég sé í krabbanum vegna þess að stjörnurnar á himninum hafa færst úr stað. Þetta hefur leitt til þess að stjörnumerkin eru ekki tólf heldur hefur þrettánda stjörnumerkið, Naðurvaldi, bæst við en þeir sem fæddir eru á tímabilinu 30. nóvember til 17. desember eru í Naðurvalda. Eins og má lesa á vísinda vefnum og í almanaki hins íslenska þjóðvinafélags: "Vegna framsóknar jafndægrapunkta hefur Dýrahringurinn breyst í dag á þann hátt að sólin er ekki í "réttum" merkjum á tilteknum tíma. Af þessu leiðir að þegar fólk les stjörnuspána sína, er það að öllum líkindum að lesa vitlausa stjörnuspá. Hin þrettán raunverulegu merki Dýrahringsins eru því sem hér segir:
- Fiskarnir -- 12. mars til 18. apríl
- Hrúturinn -- 19. apríl til 13. maí
- Nautið -- 14. maí til 19. júní
- Tvíburarnir -- 20. júní til 20. júlí
- Krabbinn -- 21. júlí til 9. ágúst
- Ljónið -- 10. ágúst til 15. september
- Meyjan -- 16. september til 30. október
- Vogin -- 31. október til 22. nóvember
- Sporðdrekinn -- 23. nóvember til 29. nóvember
- Naðurvaldi -- 30. nóvember til 17. desember
- Bogmaðurinn -- 18. desember til 18. janúar
- Steingeitin -- 19. janúar til 15. febrúar
- Vatnsberinn -- 16. febrúar til 11. mars
Mig grunar að þeir séu margir sem eru ekki sáttir við að þurfa að breyta um stjörnumerki. Þeir geta líka andað léttar af því að stjörnuspekingar fara ekki eftir raunverulegri stöðu merkjanna, heldur ákváðu stjörnuspekingar fyrir 2000 árum að dýramerkin yrðu óhagganleg. Tólf stykki með fastar dagsetningar án tillits til raunverulegrar stöðu. Enginn þarf því að óttast að verða Naðurvaldi og ég verð áfram í krabbanum samkvæmt stjörnuspekingum en er samt í tvíburunum samkvæmt stjörnufræðingum.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.