29.1.2013 | 22:58
Teigarhorn II
Nicoline ferðaðist um Austfirði og tók myndir m.a. á Seyðisfirði og Eskifirði. Nicoline þótti hafa sérstakelga gott auga fyrir myndefni og var hún þekkt fyrir að vanda vel til verks. Margar myndir hennar hafa varðveist og eru m.a. geymdar á Þjóðminjasafninu ásamt miklu af þeim ljósmyndabúnaði sem hún átti. Þekktustu myndir hennar eru af Austfirskum þorpum og fólki í stórbrotnu umhverfi.
Nicoline giftist aldrei og var barnlaus en hélt heimili með móður sinni að Teigahorni. Systurdóttir Nicoline, Hansína Björnsdóttir (1884 - 1973), nam undirstöðuatriði ljósmyndunar af henni heima á Teigahorni áður en hún hélt til náms í kaupamannahöfn árið 1902. Hún sneri aftur ári síðar og rak stofuna til 1911.
Plötu- og myndasafn Nicoline varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands ásamt um 80 útimyndaplötum þeirra Hansínu.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.