Teigarhorn II

Ekki fyrir alllöngu skrifaði ég smá pistil um veðurathuganir á Teigarhorni. Svona í tilefni dagsins er rétt að setja einn smá pistil inn um ljósmyndun á Teigarhorni en Teigarhorn er merkilegur staður í ljósmyndasögu Íslands.  Nicoline Weywadt bjó á Teigarhorni en hún var fyrsti íslenski kvenljósmyndarinn og starfaði við ljósmyndun first á Djúpavogi frá 1872 og síðar á Teigarhorni við Berufjörð. Nicoline Marie Elise Weywadt, var fædd á Djúpavogi fimmta febrúar 1848, d. 20.2. 1921. Foreldrar hennar voru bæði dönsk og faðir hennar var faktor við verslun Örum og Wulf á Djúpavogi.  Nicoline fór til Kaupmannahafnar til þess að læra ljósmyndun og dvaldi hún þar árin 1871 og 1872 en þá tók hún til starfa sem ljósmyndari á Djúpavogi, til ársins 1881. Þá flutti hún ljósmyndastofuna heim að Teigahorni í Berufirði, þar sem hún rak stofuna til ársins 1900.  Ljósmyndastofan var í skúr sem byggður var sérstaklega til þeirra nota við íbúðarhúsið en á skúrnum var glerveggur sem  gerði það að verkum að nægileg birta var í skúrnum til að hægt væri að framkalla myndir.

Nicoline ferðaðist um Austfirði og tók myndir m.a. á Seyðisfirði og Eskifirði.  Nicoline þótti hafa sérstakelga gott auga fyrir myndefni og var hún þekkt fyrir að vanda vel til verks.  Margar myndir hennar hafa varðveist og eru m.a. geymdar á Þjóðminjasafninu ásamt miklu af þeim ljósmyndabúnaði sem hún átti.  Þekktustu myndir hennar eru af Austfirskum þorpum og fólki í stórbrotnu umhverfi.

Nicoline giftist aldrei og var barnlaus en hélt heimili með móður sinni að Teigahorni. Systurdóttir Nicoline, Hansína Björnsdóttir (1884 - 1973), nam undirstöðuatriði ljósmyndunar af henni heima á Teigahorni áður en hún hélt til náms í kaupamannahöfn árið 1902. Hún sneri aftur ári síðar og rak stofuna til 1911.

Plötu- og myndasafn Nicoline varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands ásamt um 80 útimyndaplötum þeirra Hansínu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband