9.2.2013 | 09:58
Hammond hátíđ 2013
Nú hefur ađ mestu veriđ gengiđ frá dagskrá Hammondhátíđar 2013. Ég er svo heppinn ađ hafa fengiđ ađ starfa ađ skipulagningu hátíđarinnar og hefur ţađ veriđ afskaplega skemmtilegt og gefandi. Margir tónlistarmenn hafa veriđ inn í myndinni fyrir komandi hátíđ en nú er lokamyndin komin á hátíđina. Eins og hefđ er fyrir hefst Hammondhátíđin á sumardaginn fyrsta sem ađ ţessu sinni ber upp ţann 25. apríl. Lćnöppiđ ađ ţessu sinni er einstaklega glćsilegt.
Fimmtudaginn 25. apríl stígur á stokk hljómsveit skipuđ nemendum tónskóla Djúpavogs, í kjölfariđ kemur karlakórinn Trausti og ţeir félagar Ómar Guđjónsson, Jónas Sigurđsson og Stefán Örn Gunnlaugsson eru svo rúsínurnar í pulsuendanum á fimmtudagskvöldinu.
Föstudagskvöldiđ 26. apríl hefst á ađ hljómsveit skipuđ afburđanemendum úr FÍH stígur á sviđ og ţar munu áhorfendur eiga kost á ţví ađ sjá og heyra í tónlistarfólki sem mun verđa áberandi í tónlistarlífi íslendingar í framtíđinni. Dúndurfréttir eru seinna band kvöldsins. Ég hef aldrei fariđ á tónleika međ ţeim (hef samt fariđ á ball međ Buff) en mér skilst á ţeim sem til ţekkja ađ ţeir séu eitt besta tónleikaband landsins.
Laugardagurinn gćti svo orđiđ hápunktur hátíđarinnar en hljómsveitin Nýdönsk mun ţá eika lög sín. Allir ţekkja Nýdönsk en ćtli mađur hafi ekki fyrst heyrt í henni svona 1987 eđa 1988 og ţá međ lagiđ Hólmfríđur Júlíusdóttir. Gott ef ég sá ţá ekki spila í Atlavík um verslunarmannahelgi, kannski 88, já og svo man ég eftir balli í Logalandi í Borgarfirđi á svipuđum tíma. Síđan ţá hefur sveitin unniđ sér ţađ inn ađ verđa eitt af stćrstu nöfnum íslenskrar tónlistarsögu.
Sunnudagurinn 28. apríl verđur svo lokadagur Hammondhátíđar en sunnudagurinn hefur veriđ međ rólegra yfirbragđi en hinir dagarnir en allir ţeir sunnudagshammondtónleikar sem ég hef fariđ á hafa veriđ einstaklega ljúfir og góđir og kannski ţađ sem helst hefur setiđ eftir í minningunni. Nú verđa ţađ hinir gođsagnakenndu Magnús og Jóhann sem ćtla ađ binda endahnútinn á Hammondhátíđina. Jóhann er einn af mínum uppáhalds íslensku lagahöfundum, örugglega inn á topp ţremur, og ţví verđa sunnudagstónleikarnir mikiđ tilhlökkunarefni, sem og öll hátíđin.
Ţađ eru allar líkur á ađ ţađ verđi uppselt snemma á hátíđina í ár, enda ađeins 250 miđar í bođi og ţví allar líkur á ađ fćrri komist ađ en vilja.
Um bloggiđ
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.