Ekki varð vetur

Þó að marsmánuður sé ekki hafinn er nú að verða ljóst að hér á þessu landshorni, hvort sem menn flokka þetta sem útnára eða nafla alheimsins eða eitthvað annað milli nára og nafla, að þessi vetur er, var og verður afskaplega mildur.  Eftir hroðalegt stormatímabil í lok október og byrjun nóvember hefur veðrið verið afskaplega milt. 

Til marks um það má nefna að Brynja fékk skauta í afmælisgjöf í desember og síðan hefur ekki frosið á polli hér og skautarnir liggja því ónotaðir inn í skáp.  Flesta vetur má sjá hópa af krökkum skautandi á frosnum vötnunum hér á einu besta skautasvæði landsins þegar aðstæður leyfa en því hefur ekki verið að heilsa í vetur.  Þrátt fyrir milt veður hér hefur Öxi verið ófær frá því í október enda þótt veður hafi verið milt hér á láglendinu hefur verið of kalt þar uppi til þess að snjó taki upp og skíðaferð í Oddskarð er því á döfinni fljótlega.  Veðurfarinu virðist vera öfugt farið norðan lands og á Vestfjörðum þar sem vetur konungur hefur valdið töluverðum vandræðum með fjárfelli, ófærð og rafmagnsleysi. 

16.02.13

Í svona árferði er ekki þörf á að eiga jeppa og því seldi ég minn elskulega Pajero jeppa upp á Egilsstaði þar sem meiri snjór er og meiri þörf fyrir alvörubíl.  Í staðinn fékk ég Subaru Impreza, jafn gamlan en minna keyrðan.  Brynja vildi helst ekki fara upp í hann fyrstu dagana en hefur nú jafnað sig þó hún segist sakna gamla bílsins okkar.  Ég reyni að skýra út fyrir henni að með tilliti  til hækkandi heimsmarkaðsverðs á bensíni, hár viðhaldskostnaður, dekkjakaup, bifreiðagjöld og fleiru sé ekki hagstætt að eiga stóran jeppa.  Hún hefur svo sem ekki gefið neitt út á þetta þannig að ég reikna með að hún skilji hvað ég á við.  Þögn er sama og samþykki. 

IMG593

Allavega, það sem eftir er vetrar, fram að vorjafndægrum 20. mars, er ekki útlit fyrir harðan vetur, sjávarhiti er t.d. óvenju hár miðað við árstíma, 3,0°C, í stað 1° - 2°C sem hefur einhver áhrif þannig að við getum farið að hlakka til vorsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband