2.3.2013 | 10:49
Árið byrjar vel
Nú í janúar kom út gomma af góðum plötum og ef þig vantar eitthvað nýtt til að hlusta á þá eru hér nokkrar hugmyndir. Það er alltaf gaman og gefandi að heyra nýja tónlist og allir ættu að kaupa sér geisladisk öðru hvoru.
Af geisladiskum sem komu út í s.l mánuði ber fyrst að nefna plötuna We are the 21st century ambassadors of peace and magic með hljómsveitinni Foxygen. Ég er búinn að panta mér hana frá Play.com. Þetta er svo sem frekar einföld plata, Dylan, Bowie, Bítla og Kántrý áhrifin eru greinileg. Það kæmi mér ekki á óvart þó að lag eða lög af þessari plötu slái í gegn innan tíðar.
Ra ra Riot - Beta love. Popp í fyrsta klassa sem sennilega fellur vel í kramið hjá útvarpsstöðvum. Ekki laust við eitís áhrif hljómborðin framarlega, symfónískar útsetningar og grípandi lög, allt vel gert minnir svolítið á hina frönsku Phoenix.
Ducktales The flower lanes. Hljómsveit sem byrjaði sem gítarrokksveit en spilar nú þægilegt popp, lítil átök en skemmtilegar útsetningar og fínustu lög. Ábyggilega gott til að hafa í eyrunum þegar maður er í rólegheitum eða vill slaka á einhversstaðar. Ég hef heyrt að svoleiðis sé stundum gert. Ég fann ekkert almennilegt myndband með þeim þannig að fólk verður bara að finna það sjálft með það í huga að hlusta á í rólegheitum.
Parquet Courts Light up gold. Frábær popp/pönk sveit frá Bandaríkjunum. Sannarlega hressandi plata. Gítarinn dregur hljómsveitina áfram á fúllspíd. Auk Clash og Sex Pistols áhrifa má greina smá Frank Zappa og Nirvana í þessu hjá þeim. Með hverjum deginum sem líður langar mig meira og meira að hlusta á þá, ætli endi ekki með því að diskurinn verði pantaður. Ég fann ekki neitt almennilegt myndband með þeim en verð samt aðsetja inn eitt lag af því að allir ættu að þekkja Parquet courts.
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.