Mottumars

Ég verð víst að viðurkenna að ég hef ekki tekið þátt í mottumars með því að safna mottu.  Ég hef samt reynt oftar en einu sinni.  Síðast nú fyrir nokkrum dögum.  Ég bara get þetta ekki.  Ekki það að mér
vaxi ekki skegg, það er ekki vandamálið.  Vandamálið í hnotskurn birtist mér nú í mars þegar ég var búinn að sleppa því að raka mig í nokkra daga með það í huga að geta tekið þátt í mottumars og var því orðinn semi loðinn í andlitinu.  Ég rakaði af mér allt nema skeggið ofan varar, þvoði af mér raksápuna og leit í spegil.  Svo hló ég að sjálfum mér í svona hálftíma en hugsaði svo með mér, "nei, ég get ekki farið svona út á meðal fólks, ég get hvorki gert fólki né sjálfum mér það" og rakaði svo af mér skeggið og leið miklu betur á eftir.  Að hugsa sér, þetta hefur verið í tísku! 
Ætli ég verði ekki bara að sætta mig við að ég mun aldrei í lífinu verða maður til að safna mottu.  Annars er framtakið þarft og aðferðin við að vekja athgyli á krabbameini hjá körlum frábær.  Ég hef heyrt af einum hér í bæ sem hefur verið með yfirvaraskegg í mörg ár og auðvitað fer það honum vel enda maður orðinn vanur því en nú eru í gangi áheit sem eru öfugt við marga og ganga út á að hann raki af sér mottuna í mars.  Kannski maður borgi bara frekar en að safna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband