Mottumars

Ég verš vķst aš višurkenna aš ég hef ekki tekiš žįtt ķ mottumars meš žvķ aš safna mottu.  Ég hef samt reynt oftar en einu sinni.  Sķšast nś fyrir nokkrum dögum.  Ég bara get žetta ekki.  Ekki žaš aš mér
vaxi ekki skegg, žaš er ekki vandamįliš.  Vandamįliš ķ hnotskurn birtist mér nś ķ mars žegar ég var bśinn aš sleppa žvķ aš raka mig ķ nokkra daga meš žaš ķ huga aš geta tekiš žįtt ķ mottumars og var žvķ oršinn semi lošinn ķ andlitinu.  Ég rakaši af mér allt nema skeggiš ofan varar, žvoši af mér raksįpuna og leit ķ spegil.  Svo hló ég aš sjįlfum mér ķ svona hįlftķma en hugsaši svo meš mér, "nei, ég get ekki fariš svona śt į mešal fólks, ég get hvorki gert fólki né sjįlfum mér žaš" og rakaši svo af mér skeggiš og leiš miklu betur į eftir.  Aš hugsa sér, žetta hefur veriš ķ tķsku! 
Ętli ég verši ekki bara aš sętta mig viš aš ég mun aldrei ķ lķfinu verša mašur til aš safna mottu.  Annars er framtakiš žarft og ašferšin viš aš vekja athgyli į krabbameini hjį körlum frįbęr.  Ég hef heyrt af einum hér ķ bę sem hefur veriš meš yfirvaraskegg ķ mörg įr og aušvitaš fer žaš honum vel enda mašur oršinn vanur žvķ en nś eru ķ gangi įheit sem eru öfugt viš marga og ganga śt į aš hann raki af sér mottuna ķ mars.  Kannski mašur borgi bara frekar en aš safna.

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Aprķl 2025
S M Ž M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nżjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband