Horfðu til himins

Það hefur sennilega sjaldan átt betur við hér á Íslandi textabrotið “Bölmóðshyggja og brestir bera vott um styggð” úr laginu Horfðu til himins með Nýdönsk.  Það var ekki búið að mynda ríkisstjórn hér á landinu bláa þegar fór að bera á bölmóð og skapstyggð hjá þeim sem ætla sér ekki að gúddera þessa nýju stjórn okkar.  Sennilega er stór hluti af þeim eindregið stuðningsfólk fyrrverandi ríkisstjórnar en án tillits til stjórnmálaskoðana hef ég haft það fyrir sið að gefa nýrri stjórn, sama hvar í pólitík hún stendur tækifæri á að sanna sig.  Annað er ekki sanngjarnt.  Það er sama hvort manneskjan sem tekur að sér að stjórna landinu heitir Jóhanna eða Steingrímur eða Bjarni eða Sigmundur, það er samt nokkuð öruggt að þetta fólk tekur svona verkefni að sér með það í huga að vinna landi og þjóð eins mikið gagn og því er mögulegt.  Auðvitað er svo misjafnt hvernig fólki tekst til, dómur sögunnar verður kveðinn upp með það.  Allir eiga að fá séns.
Nú er komið fólk í ríkisstjórn sem hefur ekki gegnt ráðherraembætti áður og það er að mínu mati kostur þegar hægt er að endurnýja svona mikið, öðru vísi fáum við ekki ferska vinda í pólitíkina.  Mér finnst líka aðdragandi stjórnarmyndunarinnar hafa verið á jákvæðum nótum, rætt við alla flokka og vandað til verka.  Kannski vantar mig bara meiri bölmóð og bresti og styggð en ég ætla að gefa þeim séns og horfa jákvæðum augum til himins.


mbl.is Enginn áður gegnt ráðherraembætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 66336

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband