18.9.2013 | 07:46
Náttúruhamfarir
Alveg finnst mér það magnað að Vegagerðin og Lögreglan skuli ekki í sameiningu loka vegum þar sem náttúruhamfarir af þessu tagi verða. Það er ekkert annað en heppni að ekki urðu slys á fólki en þar sem vindhviður fara yfir 70 metra á sekúndu á auðvitað enginn að vera á ferli. Ekki er nóg að setja upp skilti á íslensku þar sem stendur ófært, ekki eru allir vegfarendur sem skilja það, heldur verður að loka veginum alveg. Lögregla og Vegagerð ættu núna að setjast niður saman og útbúa viðbragðsáætlun sem fer í gang við ákveðinn vindstyrk. Ég held að ef snjóflóðahætta steðjar að, þá sé vegum lokað, hið sama ætti að gilda í hamförum sem þessum.
Orðsporið fjúki ekki út í veður og vind | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það þarf enga 70 sk/m til að sandblása bíl.
Vandamálið er að tryggingafélög greiða ekki bætur vegna náttúruhamfara og þá gildir ekki einu sinni "kasko" sem margir halda.
Það verður að "sér tryggja" allar eignir á Íslandi fyrir náttúruhamförum. Þetta væri ekki frétt erlendis, því leigutakar komast skaðlausir frá svona tjóni. Íslenska samfélagið er margfallt vanþróaðra og oft áratugum á eftir nágrannalöndunum, en landsmenn gera sér ekki grein fyrir því.
Erlendis greiða tryggingafélög náttúrutjón möglunarlaust, enda innifalið í tryggingunum.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.9.2013 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.