16.1.2015 | 21:48
Skapalón
Híbýli mín eru smátt og smátt að hitna og í nótt gat ég sofið án fara. Það er mikill munur. Deginum í dag var að mestu eytt á skrifstofunni við undirbúning allrahanda námskeiða sem ég og aðrir starfsmenn þurfa að sækja áður en eldisstöðin fer í gang. Mér telst til að það séu 15 námskeið sem ég þarf að fara á en SSF gerir miklar kröfur varðandi öryggi, heilsu og færni starfsfólks. Það skilar sér margfalt til baka, starfsfólkið fær aukna þekkingu og réttindi og afkoma fyrirtækisins verður betri. Sem dæmi má nefna að fyrir tveimur árum setti fyrirtækið upp nýja stöð við Eiðey (Eday) og inn á hana voru eingöngu ráðnir starfsmenn með enga fiskeldisreynslu. Þeir voru skólaðir til og eftir rúmt ár fékk stöðin verðlaun frá Marks & Spencer fyrir framúrskarandi árangur.
Skrifstofurnar fyrir Orkneyjar eru við Skapalón (Scapa flow) en hér á Orkneyjum vinna um 35 manns hjá SSF. Skapalón er frægur staður úr heimstyrjöldunum tveimur en hér á hafsbotni liggja fjölmörg skipsflök, m.a. þýsk herskip sem báru nöfn eins og SMS Dresden, SMS Karlsrühe, SMS Köln, og SMS Markgraf. Einnig liggja þarna ensk skip og má þar nefna HMS Vanguard sem sprakk í loft upp í fyrri heimstyrjöldinni og fórust þar 804 manns og Royal Oak sem var skotið niður af þýskum kafbát og með því fórust 834 manns. Hér við lóðina á skrifstofunni er einmitt minningarreitur um þá sem fórust með Royal Oak. Skapalón er mjög vinsæll köfunarstaður og hver veit nema maður eigi eftir að kafa niður í eitt af þessum flökum.
Sandfjara við botn Skapalóns, skrifstofa SSF er lengst til hægri:
Orkneyski fáninn er eins og sá norski nema að í staðinn fyrir hvítt er gult:
Um bloggið
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Kristján, gaman að fylgjast með ævintýrum þínum á Orkneyjum.
Ég sé að þú ert bara steinsnar frá Stenness, "stone hange" Orkneyja. Þar eru einhver merkulegustu steinmannvirki í norður evrópu sem hvern múrara dreymir um skoða og ekki skemmir það hvað Orkneyjar eru tengdar Íslendingasögunum.
Ætlarðu að vera lengi á Orkneyjum?
Hafðu það gott, með bestu kveðju af Héraði.
Magnús Sigurðsson, 16.1.2015 kl. 22:31
Sæll Magnús, gaman að heyra frá þér. Jú mikið rétt Stenness er hérna skammt frá og það er komið á dagskrá hjá mér að fara að skoða þessar minjar þegar veður og tími leyfa. Ég er ekki viss hversu lengi ég verð hérna en ég verð eins lengi og ég þarf til að fá meiri reynslu í fiskeldi sem ég get svo tekið með mér aftur til Íslands.
S Kristján Ingimarsson, 18.1.2015 kl. 20:38
Sæll Kristján!
Alveg er þetta blogg þitt stórskemmtilegt. Mér finnst ég hreinlega vera þarna stödd. Úr þessu mætti gera eitthvað vel hæft til útgáfu seinna meir (er ekki að djóka) Þú verður auðvitað að skoða Stonehenge allavega fyrir mig sem alltaf hefur dreymt um að koma á þennan dularfulla stað. Og ég sá einhvers staðar að fornleifafræðingar eru núnir að finna eitthvað nýtt og forvitnilegt þar. Verst að heyra ef þarna er verið að níðast á konum með því að láta þær rogast með heybagga. Kveðja frá okkur gömlu. Hrönn.
hrönn Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2015 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.