18.1.2015 | 20:18
865 km
Fyrsta helgin į hinum vindböršu Orkneyjum, 865 km sušsušaustur frį Djśpavogi, er aš lķša hjį. Ég var ķ frķi žessa fyrstu helgi og notaši tķmann til aš skoša mig um ķ Kirkjuvogi og nįgrenni, skrapp meira aš segja yfir ķ Straumnes (Stromness) ķ dag en Straumnes er nęst stęrsta byggšarlagiš hér į Orkneyjum meš um 2.200 manns. Kirkjuvogur er stęrsta bęjarfélagiš en hér bśa um 8.600 manns og allt ķ allt bśa um 21.000 manns į eyjunum. Eyjarnar eru um 70 talsins en ašeins er bśiš į um 20 eyjum enda margar eyjarnar mjög litlar og myndu sennilega ekki kallast annaš en hólmi eša sker į Ķslandi.
Regnbogi viš Steinsneslög (Loch Stenness).
Ég held aš Orkneyjar séu óttalegt rokrassgat en hér hefur veriš mismikill vindur alla daga frį žvķ ég kom og sól og rigning til skiptis, hitinn frį 1-4°C. Orkneyingar nżta vindinn til rafmagnsframleišslu en hér eru vindmyllur śt um allt og Orkneyingar eru sjįlfum sér nógir meš raforku. A vķsu liggur rafstrengur milli Orkneyja og Skotlands, um 16 km leiš, en ekki er žörf į aš nżta aukaraforku frį meginlandinu ķ sušri. Minni raforkunotkun er į nóttunni en daginn og žess vegna er rafmagniš ódżrara į nóttinni og žį nota Skotarnir, sem aš mér skilst aš hafi orš į sér fyrir nķzku, tękifęriš og setja žvottavélarnar, žurrkarana og önnur orkufrek raftęki ķ gang.
Stundum veršur vindurinn žaš mikill aš vindmyllurnar fjśka og spašarnir į öšrum skemmast.
Fyrstu kynni mķn af fręndum okkar Skotum og Skotlandi var ķ gegnum bókmenntirnar en ein af hinum ódaušlegu Tinnabókum, Svašilför ķ Surtsey, gerist ķ Skotlandi. Žar į Tinni ķ höggi viš Dr. Müller og félaga sem stunda peningafölsun į Surtsey. Ķ eyjunni žurfa Tinni og Tobbi ekki ašeins aš kljįst viš peningafalsara heldur er žar lķka ófreskjan Glįmur, eša Glįmug eins og hinn žżskęttaši Dr. Müller segir žaš. glįmur er einhverskonar Górillufyrirbęri sem gętir eyjarinnar og hręšist ekkert nema köngulęr og aušvitaš nį Tinni og Tobbi aš vinna hann į sitt band og koma höndum į skśrkana. Mér skilst aš žaš sé Tinnasafn ķ Belgķu, heimalandi höfundarins Hergé og ef mašur į einhvern tķmann eftir aš heimsękja fręndur okkar Belga, yrši ekki leišinlegt aš kķkja į tinnasafniš.
Tinni ķ Skotapilsi į leiš śt ķ Surtsey.
Į morgun fer ég til Aberdeen til žess aš skoša fóšurpramma sem McDuff skipasmķšastöšin er aš smķša fyrir SSF, žaš veršur fróšlegt.
Um bloggiš
S Kristján Ingimarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.