Sandey og reykur

í gær og fyrradag var ég hjá vinum mínum á Sandey að græja hanafætur á kvíar og þar sem siglingin með ferjunni til Kirkjuvogs tekur rúman klukkutíma, ákvað ég að gista um nóttina á Hótel Ketiltóftum til þess að ná sem mestu út úr deginum.  Hjónin Mark og Julie reka þetta hótel í gömlu teppalögðu húsi og þar fór ákaflega vel um mig.  Á Sandey er, eins og ég hef áður vikið að, afskaplega vingjarnlegt fólk og allir heilsa eða veifa þegar menn mætast.  Á öllum þessum fámennu eyjum hér í kring er engin lögregla enda lifir fólkið í friði og spekt eins og ein stór fjölskylda.  Þar ekur fólk til að mynda á dráttavélinni eða Landrovernum á pöbbinn drekka þar eins og það lystir og keyra svo aftur heim.  Þetta er viðtekin venja, enginn gerir athugasemdir og enginn er að velta fyrir sér hversu mikið áfengismagn er í blóðinu.  Á meðan að fólk sér, þá getur það keyrt aftur heim.  Ef það sér ekki, þá getur það ekki keyrt heim.  Þannig er mælikvarðinn.  Nema á Eiðey (Eday).  Þar eru margir íbúarnir sem eru um 160 talsins aðfluttir Englendingar og þar ganga klögumál á víxl, fólk nöldrar yfir öllu og samstaðan er engin.  Það er efni í mikla mannfræðirannsókn að stúdera samfélögin hér í kring.

Loth

 

 

 

 

 

 

Höfnin á Sandey, fyrsta kvíin og hamstrahjólið klár.

Ferjan frá Sandey lagðist að bryggju um kl níu í gærkvöldi og þá lá reykjarmökkur yfir bænum og lykt af brennandi timbri fyllti vitin en aldrei þessu vant var nánast logn.  Það virðist sem sagt vera mjög algengt að fólk sé með kamínu eða arin inni hjá sér,  þessi reykjarlykt hefur líka verið mjög áberandi þá laugardagsmorgna sem ég hef farið að skokka.  Mér finnst þessi lykt ekki vond og mér finnst það eiginlega hálf notalegt að hafa svona reykjarkeim yfir öllu.

Og talandi um lykt en ég þurfti að skreppa upp á skrifstofu þegar heim var komið og lyktin sem alla jafna er á skrifstofunni er spes, hún er góð, sennilega af einhverjum hreinlætisvörum en þegar hún blandast reykjarlyktinni utan frá er þetta frekar í ætt við reykelsislykt eða þá lykt af brennandi hippa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband