Dagar

Hér sit ég einn á erlendri grund og skrifa þessar fátæklegu línur á meðan ég hugsa heim og dagarnir líða hjá.  til dæmis dagar eins og Valentínusardagur sem er alls ekki hafður í hávegum hjá einstæðingum.  Bolludagur leið líka hjá en hér suður í höfum er ekki hægt að fá tilbúnar vatnsdeigsbollur og ekki var bakað á heimilinu. Ekki skorti þó myndir af girnilegum bolludagsbollum á facebook.  Ég fékk reyndar indælar kjötbollur að kvöldi bolludags.  Í dag er svo sprengidagur og ekki fæst saltkjöt hér um slóðir en ekki skorti þó myndir af girnilegum saltkjöts og baunaveislum.  Mér tókst samt að finna einhverskonar baunasúpu í dós sem ég gerði umsvifalaust að staðgengli hinnar íslensku baunasúpu.  Og ég myndii ekki segja að hún hafi verið óæt eins og við hefði mátt búast, heldur var hún eins og það væri búið að blanda saman baunasúpu og kjötsúpu.  Í stað saltkjöts var svo hinn rammskoski réttur Haggis eldaður ásamt rófustöppu og kartöflumús (Haggis with neeps and tatties) og hellti, eins og er til siðs hér um slóðir, örfáum Viskýdropum yfir og skolaði þessu niður með rammírskum Guinness. 

20150217_193749 (Large)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta var sem sagt hin ágætasta sprengidagsmáltíð.  Hér um slóðir er sprengidagur kallaður pönnukökudagur (pancake day) og því keppast skotar við að belgja sig út af pönnukökum og til þess að fullkomna hinn skoska kvöldverð var boðið upp á pönnukökur í eftirrétt.  Skoskar pönnukökur eru eins og það bakkelsi sem vanalega er kallað skonsur á Íslandi.  Að þessu loknu var ég að sjálfsögðu við það að springa og þar með taldi ég mig vera búinn að uppfylla sprengidagsmarkmiðið.

 

Í dag var ég á koppanámskeiði, þ.e. námskeiði í því að umgangast það sem í daglegu tali er kallað koppur til sjós en er lítið spil eða vinda um borð í bátum.  Ég hef notað koppa í mörg ár án þess að fara á námskeið í notkun þeirra en auðvitað ættu allir sem nota svona tæki að fara á námskeið í því enda eru slys við notkun koppa og spila hátt hlutfall slysa til sjós og þeir eru ófáir fingurnir og jafnvel hendurnar sem hafa kubbast af við notun þeirra.  Ég fékk reyndar þær fréttir í dag að sonur minn væri farinn að nota kopp en það er nú annarskonar koppurÞað sem eftir lifir vikunnar verð ég svo á sjókrananámskeiði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband