Ba

Nś er lagt hart aš mér aš velja į milli žess hvort ég į aš gerast Uppie eša Doonie, eša réttara sagt žaš er hart lagt aš mér aš gerast Doonie.  į jóladag og nżįrsdag negla verslunareigendur viš ašalgötuna ķ Kirkjuvogi svera planka fyrir rśšur ķ mišbęnum vegna žess aš žį fer fram keppni sem nefnist "The Ba" og er hśn į milli Uppies og Doonies.  Uppies voru upprunalega žeir sem bjuggu ķ hęšunum ofan viš mišbęinn og Doonies žeir sem bjuggu nišri ķ mišbęnum.  Keppnin į sér nokkur hundruš įra langa sögu og nś oršiš velja menn sér annaš hvort lišiš. Keppnin hefst viš kirkju Heilags Magnśsar, žar sem bolta er kastaš inn ķ žvöguna og markmišiš er aš ryšjast meš boltann um žröng stręti Kirkjuvogs, Doonies reyna aš koma boltanum ķ höfnina en Uppies reyna aš koma honum aš vegg viš enda ašalgötunnar sem er um kķlómeter aš lengd.  Engar reglur eru ķ žessum leik ašrar en žęr aš sżna mótherjanum viršingu.  The Ba hefur veriš spilaš ķ nokkur hundruš įr og og rugby og knattspyrna eru talin hafa žróast śt frį žessum leik.  Einn leikur getur stašiš yfir ķ allta aš sjö klukkutķma og eftir žaš eru menn gjörsamlega śrvinda af žreytu.  Engin alvarleg meišsli hafa oršiš ķ žessari keppni, ótrślegt en satt, ašeins skrįmur, marblettir og einstaka brotiš rifbein en žaš er vel žess virši ef nęst aš sigra The Ba.

 

Ķ dag mętti ég galvaskur viš Félagsheimiliš ķ Kirkjuvogi ķklęddur skokkgalla en žar hittist hópur fólks alla fimmtudaga klukkan 6 ķ žeim tilgangi aš skokka saman.  15 manns męttu og voru 9 km hlaupnir aš žessu sinni en žaš er mjög gott aš komast öšru hvoru aš hlaupa meš öšrum, ekki sķst til žess aš hafa smį hvatningu.  Ég er bśinn aš skrį mig ķ keppni ķ hįlfu maražoni sem fer fram į Hįey (Hoy) ķ jśnķ žannig aš žaš er eins gott aš fara aš koma sér ķ ašeins betra hlaupaform.

Annars er sérstakt hvernig Orkneyingar heilsast, nįnast undantekningalaust er žaš į žessa leiš:

"Góšan dag, hvernig hefur žś žaš ķ dag?"

"O ekki sem verst, en žś?"

"O ekki slęmt, ekki slęmt, o sei sei nei".

 

Žegar žeir heilsa mér er žetta hins vegar undantekningalsut svona:

Orkneyingur: "Góšan dag, hvernig hefur žś žaš ķ dag?"

Kristjįn: "Góšan dag, ég hef žaš frįbęrt, žetta veršur dįsamlegur dagur".

Og žį verša žeir vandręšalegir og vita ekki hvernig žeir eiga aš bregšast viš žannig aš žeir reka upp stór augu og horfa į mig eins og ég hafi sloppiš śt af vitlausrahęli, halda svo sennilega aš ég sé aš grķnast of flissa svona fyrir kurteisissakir.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

S Kristján Ingimarsson

Höfundur

S Kristján Ingimarsson
S Kristján Ingimarsson

 

Faðir, sambýlismaður, fiskeldisfræðingur, íþróttaáhugamaður, tónlistaráhugamaður, kafari, og með allt of mörg áhugamál.

Nóv. 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nżjustu myndir

  • Mynd_0402140
  • 20160922 120421 (Large)
  • gömul vél (Large)
  • DSC_0042 (Large)
  • DSC_0014 (Large)

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband